Sagan á bakvið nafnið: Fyrst bar og svo bjór hjá Sigga dúllu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2018 15:15 Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. „Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan. Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan.
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira