Sagan á bakvið nafnið: Fyrst bar og svo bjór hjá Sigga dúllu Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2018 15:15 Siggi dúlla er búningastjóri landsliðsins og Stjörnunnar. „Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Þegar ég er kringum tuttugu ára var ég alltaf að vinna á vellinum í Garðabæ og allt í einu byrjar töluvert yngri strákur að mæta á svæðið til að vera með okkur,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri, hjá Víking brugghús, en nú er kominn út nýr lagerbjór sem ber einfaldlega nafnið Dúllan. Hilmar á í raun nafnið Siggi dúlla en Sigurður Sveinn Þórðarson hefur verið búningastjóri Stjörnunnar og íslenska landsliðsins í mörg ár. Siggi dúlla er algjör þjóðargersemi. „Þarna kemur harðduglegur drengur á hverjum einasta degi og ég held að hann hafi verið sirka fjórtán ára á þessum tíma. Hann var ekki einu sinni á launaskrá. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Siggi leit út 14 ára, ekkert eðlilega mikil dúlla. Ef Siggi var ekki á svæðinu fóru menn fljótlega að velta því fyrir sér hvar dúllan væri og vorum við aðeins grínast með það nafn. Hægt og rólega festist það bara við hann. Maður er oft að stríða honum að hann væri ekki búningastjóri hjá landsliðinu ef hann væri bara Siggi Þórðar,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi alltaf staðið til að gefa út sérstakan HM bjór fyrir sumarið.Siggi dúlla kominn með kassa í hönd og sáttur.„Það var eitthvað svo fyrirsjáanlegt að koma með Húh-bjórinn eða Fyrir Ísland, eða jafnvel bara Aron eða Gylfi. Við ákváðum að fara aðra leið og byrjuðum að ræða við Sigga fyrir þó nokkru síðan. Þetta er maðurinn á bakvið tjöldin, svona maður fólksins og meðalljón eins og við hin.“ Dúllan er bruggaður í hefðbundnum suður-þýskum Pils stíl með örlitlum amerískum snúning. Notaðir eru þýskir eðal aroma humlar í grunninn og svo er þurrhumlað í lokin með bragðmiklum bandarískum humlum til að ná fram einstökum frískleika og bragði. Hilmar er vörumerkjastjóri Víking brugghús.vísir/gvaBjórinn fer í sölu í ÁTVR um helgina. „Siggi dúlla er mikill lagermaður og vill helst ekkert flækja hlutina með einhverjum voða fínum IPA bjórum. Því er Dúllan bara venjulegur lagerbjór eins og okkar maður vill helst.“ Á Samsung-vellinum í Garðbæ má einnig finna Dúllubarinn sem var skýrður í höfuðið á Sigurði Sveini Þórðarsyni en Ástríðan í Pepsi-mörkunum leit þar við á dögunum og má sjá það innslag hér að neðan.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira