WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 08:28 Gengi íslensku flugfélaganna er ólíkt í nýrri úttekt Air Help. Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér. Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Flugfélagið WOW Air er í neðsta sæti á nýjum lista fyrirtækisins AirHelp yfir bestu flugfélög heims. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk við að sækja bætur frá flugfélögum, greinir árlega frá því hvaða flugfélög þykja þau bestu í heiminum þegar kemur að stundvísi, gæðum þjónustu og viðbrögðum við kvörtunum. Íslensku flugfélögin WOW og Icelandair rata bæði á hinn 72 flugfélaga lista AirHelp, sem opinberaður var á dögunum. Gengi þeirra er þó ólíkt, Icelandair ratar í 45. sæti listans en WOW rekur lestina og er í neðsta sætinu, því 72. AirHelp veitir flugfélögum einkunn út frá þremur, jafn veigamiklum kvörðum. Sá fyrsti er stundvísi en í útskýringu á vefsíðu félagsins eru skekkjumörkin sögð 15 mínútur. Leggi 85 prósent flugferða tiltekins félags af stað á réttum tíma hlýtur félagið einkunnina 8.5 í þessum lið.Íslensku flugfélögin hlutu sambærilega einkunn á þessum kvarða, Icelandair hlaut 7,8 í einkunn og WOW 7,5. Næsti kvarði lýtur að gæði þjónustunnar sem flugfélögin veita. AirHelp segir að þessi liður byggi á margvíslegum gögnum, þar með töldum þúsundum athugasemda frá viðskiptavinum. Þegar kemur að gæðum þjónustunnar hlaut Icelandair einkunnina 6,3 og WOW fékk 6,0. Aftur mjög sambærileg einkunn. Síðasti kvarðinn, viðbrögð við kvörtunum, byggir á þremur þáttum að sögn AirHelp: Hversu hratt flugfélag bregst við ábendingum, hversu skilvirkt flugfélagið er að vinna úr kvörtunum og hvað það er síðan lengi að greiða út bætur til farþega. Hér er hins vegar nokkur munur á einkunnum íslensku félaganna. Icelandair hlýtur einkunnina 8 fyrir viðbrögð sín við kvörtunum en WOW ekki nema 1,7. Aðeins Royal Jordanian Airlines og Easyjet fá lægri einkunn en WOW í þessum lið. Heildareinkunn Icelandair er 7,36 en WOW hlýtur heildareinkunnina 5,04 - sem er sú lægsta af flugfélögunum 72. Bestu flugfélögin, út frá þessum þremur kvörðum AirHelp, eru Qatar Airways sem fær 9,08 í heildareinkunn, Lufthansa með 8,57 og Etihad Airways sem hlaut 8,3.Með því að smella hér má nánar fræðast um mat AirHelp. Listann í heild sinni má svo nálgast hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira