Erlendum farþegum fjölgaði í maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:18 Umferð um Keflavíkurflugvöll áfram að aukast, þó aukningin sé hlutfallslega minni en oft áður. Vísir/gva Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru um 19.200 fleiri brottfarir en í maí á síðasta ári, aukning sem nemur um 13,2 prósentum á milli ára. Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að um sé að ræða meiri hlutfallslega aukningu en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár. Í skýrslu sem send var á fjölmiðla er það jafnframt undirstrikað að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Niðurstöður úr könnun sem Isavia lét framkvæma meðal brottfararfarþega á fyrsta ársfjórðungi ársins benda til að um 93 prósent brottfararfarþega séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og að 3,5 prósent séu erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma. Þeir sem millilenda án þess að fara út af flugvellinum séu 1,9 prósent og þeir sem millilenda og nýta tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði séu 2,0 prósent.Bandaríkjamenn fjölmennastir Brottfarir Bandaríkjamanna í maí voru 31,2 prósent af heildinni en þeir voru 18,3 prósent fleiri í ár en á síðasta ári. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 7,2 prósent af heild í ár en þeir voru 11,1 prósent fleiri en árið 2017. Þar á eftir komu Bretar, 6,4 prósent af heild en þeim fækkaði um 6,3 prósent milli ára. Hlutfallslega er mest fjölgun í brottförum Pólverja sem voru 77 prósent fleiri í maí í ár en í fyrra. Ferðamálastofa áætlar að í talsverðu mæli sé um að ræða umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna. Utanlandsferðum fjölgar Um 62.800 Íslendingar fóru utan í maí í ár eða 22,5% prósent fleiri en í maí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til maí um 251.600 talsins eða 11 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2017. Nánar má ferðast um úttektina á vef Ferðamálastofu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru um 165 þúsund talsins í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það eru um 19.200 fleiri brottfarir en í maí á síðasta ári, aukning sem nemur um 13,2 prósentum á milli ára. Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að um sé að ræða meiri hlutfallslega aukningu en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár. Í skýrslu sem send var á fjölmiðla er það jafnframt undirstrikað að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Niðurstöður úr könnun sem Isavia lét framkvæma meðal brottfararfarþega á fyrsta ársfjórðungi ársins benda til að um 93 prósent brottfararfarþega séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og að 3,5 prósent séu erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma. Þeir sem millilenda án þess að fara út af flugvellinum séu 1,9 prósent og þeir sem millilenda og nýta tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði séu 2,0 prósent.Bandaríkjamenn fjölmennastir Brottfarir Bandaríkjamanna í maí voru 31,2 prósent af heildinni en þeir voru 18,3 prósent fleiri í ár en á síðasta ári. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 7,2 prósent af heild í ár en þeir voru 11,1 prósent fleiri en árið 2017. Þar á eftir komu Bretar, 6,4 prósent af heild en þeim fækkaði um 6,3 prósent milli ára. Hlutfallslega er mest fjölgun í brottförum Pólverja sem voru 77 prósent fleiri í maí í ár en í fyrra. Ferðamálastofa áætlar að í talsverðu mæli sé um að ræða umferð pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir atvinnu sinnar vegna. Utanlandsferðum fjölgar Um 62.800 Íslendingar fóru utan í maí í ár eða 22,5% prósent fleiri en í maí 2017. Samtals voru brottfarir Íslendinga á tímabilinu janúar til maí um 251.600 talsins eða 11 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2017. Nánar má ferðast um úttektina á vef Ferðamálastofu
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Nýting herbergja ekki verri í sjö ár Herbergjanýting á hótelum á höfuðborgarsvæðinu í apríl nam tæpum 66 prósentum og hefur hún ekki mælst minni í apríl síðan 2011. 5. júní 2018 06:00
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15