Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2018 16:30 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um þessar mundir og var uppselt á báða fyrirlestra hans í Hörpu í vikunni. Vísir/Vilhelm Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15