Innlent

Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags. vísir/Ernir eyjólfsson
Efling stéttarfélag efnir til opins fundar undir yfirskriftinni Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar og er liður í funda-og fyrirlestraröðinni Stóru myndinni. Efling býður til umræðna um vinnumarkaðstengd málefni. Á fundinum mun Stefán Ólafsson, professor í félagsfræði, flytja erindi og að því loknu verða pallborðsumræður. Fundurinn fer fram á Grand hotel Reykjavík og hefst klukkan 16.30 og stendur til 18.00.

Á verður kynning á rannsóknum Stefáns Ólafssonar og Arnaldar Sölva Kristjánssonar á ójöfnuði.

Að loknu erindi Stefáns verða pallborðsumræður en þar sitja fyrir svörum eftirtalin:

Guðmundur Jónsson, professor í sagnfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu

Margrét Valdimarsdóttir, félags-og afbrotafræðingur sem m.a. hefur fjallað um áhrif ójöfnuðar á samfélög í rannsóknum sínum

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og höfundur fjölda ítarlegra úttekta um innlend og erlend efnahagsmál.

Þórhildur Ólafsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1 er fundarstjóri.

Útsendinguna má sjá hér að neðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×