Innlent

Píratar kæra aftur

Birgir Olgeirsson skrifar
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.
Píratar hafa kært aftur ákvörðun yfirkjörstjórnar í Reykjavík að úthluta framboðslista Frelsisflokksins listabókstafnum Þ. Píratar höfðu notast við bókstafinn Þ í kosningum áður og töldu þeir að þetta gæti ruglað kjósendur. Auk þess væri flokkurinn með bókstafinn P sem gæti ruglað kjósendur enn frekar.

Píratar höfðu kært þessa ákvörðun fyrir borgarstjórnarkosningarnar en henni var vísað frá af sýslumanni í Reykjavík sökum þess að ekki væri hægt að kæra kosningar fyrr en þær væru afstaðnar. Nú þegar kosningunum er lokið hefur kæran verið lögð fram á ný.

Auk áðurnefndra atriða töldu Píratar hættu á að atkvæði ætluð Þ eða P yrðu rangt talin sökum smávægilegra galla á ritun umræddra bókstafa sem eru mjög líkir.

Telur stjórn Pírata í Reykjavík að það sé ekki kjósendum í Reykjavík, né framboðum Pírata og Frelsisflokksins, til góða að Frelsisflokkurinn hafi listabókstafinn Þ, sökum áðurnefndra ástæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×