Vötnin fyrir norðan farin að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2018 08:45 Vatnaveiðin er farin vel af stað. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Vatnaveiðin er komin í fullann gang og þær fréttir sem okkur berast þessa dagana eru góðar. Sem dæmi um vatn sem gleymist stundum er Vestmannsvatn en þar hefur verið fín veiði síðustu daga og silungurinn vel haldinn og vænn. Við höfum til dæmis fréttir af veiðimönnum sem voru þar fyrir tveimur dögum með 35 fiska á þremur tímum og annar veiðimaður sem stoppaði stutt í gærmorgun fékk 18 flotta fiska. Það eru fleiri vötn norðan heiða að gefa vel og sem dæmi má nefna Sléttuhlíðarvatn, Hópið og vötnin á Melrakkasléttu bara svo nokkur séu nefnd. Af öðrum vötnum hefur verið ágæt bleikjuveiði í Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins en hún er dyntótt eins og flestir þekkja. Það er hægt að standa við vatnið tímunum saman án þess að verða var á meðan veiðimaður í næstu vík setur í 10 fiska á klukkutíma með sömu kunnáttu og veiðitækni. Það sem er vert að benda veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu skref við Þingvallavatn er að nota litlar flugur í stærðum 14-16# á löngum grönnum taum sem er kannski 5-8 punda, stangarlengd og draga löturhægt inn. Flugur sem alltaf gefa vel eru sem dæmi Peacock, Krókurinn, Alma Rún, Taylor, Langskeggur og Mobuto. Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði
Vatnaveiðin er komin í fullann gang og þær fréttir sem okkur berast þessa dagana eru góðar. Sem dæmi um vatn sem gleymist stundum er Vestmannsvatn en þar hefur verið fín veiði síðustu daga og silungurinn vel haldinn og vænn. Við höfum til dæmis fréttir af veiðimönnum sem voru þar fyrir tveimur dögum með 35 fiska á þremur tímum og annar veiðimaður sem stoppaði stutt í gærmorgun fékk 18 flotta fiska. Það eru fleiri vötn norðan heiða að gefa vel og sem dæmi má nefna Sléttuhlíðarvatn, Hópið og vötnin á Melrakkasléttu bara svo nokkur séu nefnd. Af öðrum vötnum hefur verið ágæt bleikjuveiði í Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins en hún er dyntótt eins og flestir þekkja. Það er hægt að standa við vatnið tímunum saman án þess að verða var á meðan veiðimaður í næstu vík setur í 10 fiska á klukkutíma með sömu kunnáttu og veiðitækni. Það sem er vert að benda veiðimönnum sem eru að taka sín fyrstu skref við Þingvallavatn er að nota litlar flugur í stærðum 14-16# á löngum grönnum taum sem er kannski 5-8 punda, stangarlengd og draga löturhægt inn. Flugur sem alltaf gefa vel eru sem dæmi Peacock, Krókurinn, Alma Rún, Taylor, Langskeggur og Mobuto.
Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin að lagast í Langá Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði