Arabíska er nú orðin næstalgengasta móðurmálið í Svíþjóð. Finnska, sem hingað til hefur verið næstalgengasta tungumálið, er þar með komin í þriðja sæti.
Líklegt þykir að arabíska sé móðurmál yfir 200 þúsund einstaklinga í Svíþjóð en straumur flóttamanna kom til Svíþjóðar árið 2015. Fjöldi þeirra er talinn hluti af skýringunni.
