Rauði krossinn býst við 200 tonna aukningu í ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Hluti af fatnaðinum sem safnast er seldur í verslunum Rauða krossins. Til dæms þeirri sem er við Hlemm. vísir/eyþór Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Móttökustöð fatasöfnunar Rauða krossins bárust í fyrra yfir 3.200 tonn af fatnaði og flutt voru út tæplega 3.100 tonn. Örn Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfnunar, segist gera ráð fyrir því að það safnist um 200 tonnum meira í ár. Örn segir magnið hafa aukist frá ári til árs. „Það var svolítill samdráttur í hruninu og frá 2010 hefur verið stöðugur vöxtur. Það er misjafn vöxtur en eitt árið var aukningin 500 tonn á milli ára. Allt sem Rauði krossinn flytur út er selt til áframhaldandi söfnunar fyrir utan það að þrír gámar á ári eru seldir til hjálparstarfa. Það er þá sérvalið og sérpakkað.“ Undanfarin ár hefur verið sent til Hvíta Rússlands en áður var sent til Afríku. Í dag hefst átak hjá Rauða krossinnum sem kallað er „fatasöfnun að vorlagi“. Fatasöfnunarpokum verður dreift inn á öll heimili í landinu og er fólk hvatt til að taka til í fataskápum/geymslum og skila pokunum í Rauða kross gámana.Allur vefnaður í verðmæti Þetta er níunda árið sem átakið fer fram og í þetta skiptið verður sjónum beint sérstaklega að mikilvægi endurvinnslu og umhverfisvernd þessa verkefnis. Rauði krossinn segir að samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fari enn mikið magn af textíl og öðrum vefnaði í „svörtu“ heimilistunnurnar og þar með lang líklegast að enda í urðun. Rauði krossinn leggur áherslu á að allur vefnaður og textíll er æskilegur í Rauða kross gámana (líka götóttu sokkarnir). Hægt sé að breyta öllum vefnaði í verðmæti og þar með í hjálparstarf og stuðla að umhverfisvernd í leiðinni. Fjöldi sjálfboðaliða vinnur hjá fatasöfnuninni við að selja föt í fatabúðunum hér heima og flokka í flokkunarstöðvunum. „Við gætum ekki rekið þetta verkefni án sjálfboðaliða. Það get ég alveg sagt þér. Þeir sem vinna í verslununum eru fyrst og fremst eldri konur sem eru ekki á vinnumarkaði, einhverra hluta vegna. Á flokkunarstöðinni eru svo hælisleitendur. Þeir eru ekki margir reyndar, en koma öðru hverju. Síðan erum við með samning við Fangelsismálastofnun um að taka á móti samfélagsþjónum. Þeir skila miklu verki hjá okkur. Svo eru sjálfboðaliðar sem koma af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira