Erlent

Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ísbjörn á Svalbarða. Þetta er þó ekki ísbjörnin sem leitaði sér að mat á Isfjord Radio hótelinu í morgun.
Ísbjörn á Svalbarða. Þetta er þó ekki ísbjörnin sem leitaði sér að mat á Isfjord Radio hótelinu í morgun. Vísir/Getty
Rétt eftir klukkan sjö í morgun var tilkynnt um ísbjörn inni á hóteli á Svalbarða. Isfjord Radio, eða Ísafjarðarradíó, var áður fjarskiptarstöð en var svo breytt í ævintýrahótel. Samkvæmt frétt VG voru níu gestir á hótelinu auk fimm starfsmanna þegar ísbjörninn braust þar inn og eru þeir allir óhultir. 

Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu, klifraði björninn sjálfur út um lítinn glugga og stakk af samkvæmt frétt Svalbardposten og þar má sjá myndband af ísbirninum komast út um gluggann. Er talið líklegt að hávaðinn í þyrlunni hafi hrætt hann. Ef hann hefði ekki komist sjálfur út hefði þurft að skjóta hann með deyfilyfi.

Samkvæmt íbúa á staðnum er ekki óalgengt að ísbirnir á svæðinu fari inn í byggingar í leit að mat. Árið 2014 fór ísbjörn inn á barinn á hótelinu Tulipan. Isfjord Radio Adventure Hotel er auglýst sem „hótel á enda alheimsins.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×