Lokafundur ráðstefnu fjármálaráðherra G7, samtök stærstu iðnríkja heims, fór fram í Kanada í gær. Fjármálaráðherrar Kanada, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Ítalíu fordæmdu allir boðaða verndartolla bandarískra yfirvalda í sameiginlegri yfirlýsingu.
Samkvæmt frétt BBC var Mnuchin beðinn um að skila því til Donalds Trump forseta Bandaríkjanna að ríkin sex væru vonsvikin með aðgerðirnar. Bruno Le Maire varaði Mnuchin við því að viðskiptastríð gæti hafist á næstu dögum, sjái Bandaríkin ekki að sér. Mjög heitar umræður sköpuðust á fundinum.
Trump skrifaði á Twitter í gær að Bandaríkin hefðu verið rænd í viðskiptum sínum við önnur lönd, árum saman.
When you're almost 800 Billion Dollars a year down on Trade, you can't lose a Trade War! The U.S. has been ripped off by other countries for years on Trade, time to get smart!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 2, 2018