Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá flugvélinni sem lenti á nefinu í Kinnarfjöllum suðvestur af Húsavík í gærkvöldi. Flugmaðurinn vonast til að sækja vélina sem fyrst.

Við fjöllum áfram um veiðigjaldadeiluna, en þingmenn Viðreisnar saka stjórnarmeirihlutann um að beita blekkingum í umræðunni.

Í Vestmannaeyjum hefur Sjálfstæðisflokkurinn kært úrslit sveitarstjórnakosninga í von um að fá fjögur atkvæði dæmd gild og eitt dæmt ógilt og fá þannig meirihluta í bæjarstjórn.

Nýir forystumenn tóku við völdum í Katalóníuhéraði og á Spáni, sem kann að boða bætt samskipti stjórnanna í Barcelona og Madrid. Við sýnum myndir af ýmsum viðburðum í höfuðborginni í dag, meðal annars hungraðar risaeðlur sem skutu fólki skelk í bringu í miðbænum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 er í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 18.30 auk þess sem að horfa má á útsendinguna í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×