Innlent

TF-API steyptist ofan í snjóinn í Kinnarfjöllum með nefið á undan

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Betur fór en á horfðist.
Betur fór en á horfðist. Landhelgisgæslan
Flugvélin TF-API endaði lóðrétt með nefið í snjónum eftir lendingu í Kinnarfjöllum í gær, eins og sjá má á myndum frá Landhelgisgæslunni.

Flugmaðurinn, Pétur Jökull Jacobs, segir að vélin hafi verið á mjög litlum hraða þegar hún hrapaði til jarðar og má ætla að það hafi bjargað því að ekki fór verr. Hann var með einn farþega um borð og hvorugt slasaðist að ráði.

TF-API er tveggja sæta flugvél sem var framleidd af Textron Aviation árið 1978 en fyrirtækið framleiðir einnig flugvélar undir vörumerkjunum Beechcraft og Hawker Aircraft. Fátt annað segir um vélina í loftfaraskrá.

Að sögn Péturs ætlaði hann sér alltaf að lenda vélinni á þessum stað en aðstæður reyndust aðrar en hann bjóst við þar sem of mikið viðnám var í snjónum til að vélin gæti runnið mjúklega til lendingar. Þess í stað festist hún með nefið í snjónum.

Pétur og farþegi hans voru með tjald og svefnpoka í vélinni og því vel búin fyrir þessar aðstæður. Flugmaður landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir slysstað, kastaði til þeirra auka svefnpoka. Tvímenningarnir voru síðan sóttir með þyrlu eftir rúmlega klukkustundar bið.

Sjálf vélin slapp nokkuð vel og segist Pétur búast við að geta flogið henni aftur af vettvangi bráðlega.

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins en hún er enn á frumstigi.

Björgunarmenn voru fljótir á vettvang og rannsakendur komu stuttu síðar til að kanna aðstæður og skjalfesta með myndum.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×