Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:32 Svona gæti framtíð hernaðar litið út og Google sá stóra möguleika í að framleiða gervigreind fyrir hernað. Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira