Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 12:01 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sendi Kínverjum tóninn á ráðstefnu í Singapúr. Vísir/AP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar fari fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. Hernaðartilburðir Kínverja í Suður-Kínahafi geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Mattis lét þessi orð falla á ráðstefnu í Singapúr sem hann situr ásamt kollegum sínum frá flestum ríkjum austanverðrar Asíu. Hann lýsti áhyggjum Bandaríkjastjórnar af hernaðaruppbyggingu Kínverja í Suður-Kínahafi. Kína gerir tilkall til eyja og hafsvæða sem nágrannar þeirra áseilast einnig. Til að styrkja stöðu sína hafa kínversk stjórnvöld gengið svo langt að byggja heilu eyjarnar frá grunni til þess eins að geta reist þar hernaðarmannvirki. Mattis segir þetta sýna að hótanir og hervald séu yfirlýst stefna Kínverja í landamæradeilum og það skapi mikla hættu á átökum í framtíðinni. Þá sendi Mattis Taívönum skýr skilaboð um að Bandaríkin væru skuldbundin til að verja eyjuna fyrir innrás Kínverja ef til þess kæmi. Kína hefur aldrei afsalað tilkalli sínu til Taívan þrátt fyrir að þar hafi verið sjálfstæð stjórn í að verða sjötíu ár. Sjálfstjórn Taívana er mikill þyrnir í augum kínverskra ráðamanna og Bandaríkin hafa nýtt sér þann veika punkt með því að styrkja varnir Taívana. Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar fari fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. Hernaðartilburðir Kínverja í Suður-Kínahafi geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Mattis lét þessi orð falla á ráðstefnu í Singapúr sem hann situr ásamt kollegum sínum frá flestum ríkjum austanverðrar Asíu. Hann lýsti áhyggjum Bandaríkjastjórnar af hernaðaruppbyggingu Kínverja í Suður-Kínahafi. Kína gerir tilkall til eyja og hafsvæða sem nágrannar þeirra áseilast einnig. Til að styrkja stöðu sína hafa kínversk stjórnvöld gengið svo langt að byggja heilu eyjarnar frá grunni til þess eins að geta reist þar hernaðarmannvirki. Mattis segir þetta sýna að hótanir og hervald séu yfirlýst stefna Kínverja í landamæradeilum og það skapi mikla hættu á átökum í framtíðinni. Þá sendi Mattis Taívönum skýr skilaboð um að Bandaríkin væru skuldbundin til að verja eyjuna fyrir innrás Kínverja ef til þess kæmi. Kína hefur aldrei afsalað tilkalli sínu til Taívan þrátt fyrir að þar hafi verið sjálfstæð stjórn í að verða sjötíu ár. Sjálfstjórn Taívana er mikill þyrnir í augum kínverskra ráðamanna og Bandaríkin hafa nýtt sér þann veika punkt með því að styrkja varnir Taívana.
Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39 Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Sektuð fyrir að segja herðartré koma frá Taívan Stjórnvöld í Kína hafa sektað Japönsku fataverslunarkeðjuna Muji um rúmar þrjár milljónir króna fyrir að tilgreina Taívan sem upprunaland herðartrjáa sem það flutti inn til landsins. 24. maí 2018 07:39
Ætla að standa í hárinu á Kína Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. 29. maí 2018 23:47