Ráðherra telur nýjan samning við Microsoft geta sparað milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira