Viltu köku eða kínóa? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:00 Undur og stórmerki mánaðarins hefðu ekki getað legið meira í augum uppi: Leikreglur virka. Bretar eru feitasta þjóð Evrópu. Kvillar tengdir offitu kosta heilbrigðiskerfið sextán milljarða punda á ári, eða um 2.200 milljarða íslenskra króna. Offita barna er að verða jafnstórt heilbrigðisvandamál og í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það verið treg til að skikka fyrirtæki í matvælaframleiðslu til að bjóða upp á hollari vörur. Árið 2016 stóð til að setja á víðtækan sykurskatt til að minnka sykur í tilbúnum mat. Fögur fyrirheitin fjöruðu hins vegar út í kjölfar þrýstings hagsmunaaðila. Matvælaframleiðendur hófu upp harmakvein og fullyrtu að leikreglur á borð við sykurskatt gerðu ekkert gagn. Þeir lofuðu hins vegar bót og betrun ef þeim yrði í sjálfsvald sett hvernig umbótum á vörum þeirra yrði háttað. Stjórnvöld létu undan. En til málamynda var lagður sykurskattur á eina vörutegund: gosdrykki. Í síðustu viku sendu heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi frá sér niðurstöður um árangurinn. Tveimur þriðju matvælaframleiðenda hafði „mistekist með öllu“ að bregðast við óskum stjórnvalda um minni sykur. Eitt af hverjum átta fyrirtækjum hafði aukið sykurmagn í vörum sínum. Ein undantekning var þó á annars misheppnuðu framtakinu. Sykur í gosdrykkjum minnkaði um ellefu prósent. Grímulaust ofbeldi Á sama tíma og skýrslan um sykurskattinn kom út í Bretlandi afhenti Íbúðalánasjóður Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu þar sem fjallað var um erfiðar aðstæður leigjenda á Íslandi. Stéttarfélagið VR hefur undanfarið safnað sögum leigjenda af hækkun húsaleiguverðs. Dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 50-70% á rúmu ári. Kallaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, framgöngu leigufélaga gagnvart leigjendum fjárkúgun og krafðist þess að „stjórnvöld setji lagaramma sem að verndar þennan hóp fólks fyrir þessu grímulausa ofbeldi.“ Í skýrslu sinni leggur Íbúðalánasjóður til að leigusölum og leigufélögum verði settar „skýrari leikreglur“ til að auka húsnæðisöryggi leigjenda. Er stungið upp á að horft verði til nágrannalandanna í leit að leiðum til að sporna gegn „óheyrilegum hækkunum á leiguverði“. Er Noregur tekið sem dæmi. Í skýrslunni kemur fram að þar séu leigusamningar sjaldnast gerðir til skemmri tíma en þriggja ára; leigusala er ekki heimilt að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana og þá aðeins einu sinni á ári; leigusamband þarf að hafa varað í það minnsta tvö og hálft ár áður en heimilt er að setja fram kröfu um að leiga verði færð til samræmis við markaðsverð og skal þá gefinn hálfs árs fyrirvari áður en breytingin tekur gildi. En hvernig hyggst Ásmundur Einar bregðast við tillögunum? Hann ætlar að kalla til sín „þessi helstu leigufélög til þess að fara yfir þetta og … meta hvort og þá til hvaða aðgerða verður gripið.“ Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund samtal Ásmundar Einars og hagsmunaaðilanna: Ásmundur: „Hvað finnst ykkur?“ Hagsmunaaðilar: „Leikreglur gera ekkert gagn. Við skulum hætta að sýna af okkur græðgi ef okkur er í sjálfsvald sett hvernig við útfærum umbæturnar.“ Með einu pennastriki Sé leigusölum falið að ákveða hvernig leigumarkaðurinn gangi fyrir sig mun það enda eins og breska sykurátakið: fyrr mun bresta á ný ísöld en bóla á breytingum. Að leyfa hagsmunaaðilum að setja eigin leikreglur er eins og að ráðast gegn offituvandanum með því að setja kökusneið og skál af kínóa fyrir framan barn og segja því að velja. Spurningin sem Ásmundur Einar stendur frammi fyrir ætti ekki að vera „hvort“ heldur „hvenær“. Svarið ætti að vera: „Strax“. Með skýrum og einföldum leikreglum í anda þeirra sem ríkja í nágrannalöndum okkar má draga úr óréttlæti íslenska leigumarkaðarins með einu pennastriki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Undur og stórmerki mánaðarins hefðu ekki getað legið meira í augum uppi: Leikreglur virka. Bretar eru feitasta þjóð Evrópu. Kvillar tengdir offitu kosta heilbrigðiskerfið sextán milljarða punda á ári, eða um 2.200 milljarða íslenskra króna. Offita barna er að verða jafnstórt heilbrigðisvandamál og í Bandaríkjunum. Bresk stjórnvöld hafa þrátt fyrir það verið treg til að skikka fyrirtæki í matvælaframleiðslu til að bjóða upp á hollari vörur. Árið 2016 stóð til að setja á víðtækan sykurskatt til að minnka sykur í tilbúnum mat. Fögur fyrirheitin fjöruðu hins vegar út í kjölfar þrýstings hagsmunaaðila. Matvælaframleiðendur hófu upp harmakvein og fullyrtu að leikreglur á borð við sykurskatt gerðu ekkert gagn. Þeir lofuðu hins vegar bót og betrun ef þeim yrði í sjálfsvald sett hvernig umbótum á vörum þeirra yrði háttað. Stjórnvöld létu undan. En til málamynda var lagður sykurskattur á eina vörutegund: gosdrykki. Í síðustu viku sendu heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi frá sér niðurstöður um árangurinn. Tveimur þriðju matvælaframleiðenda hafði „mistekist með öllu“ að bregðast við óskum stjórnvalda um minni sykur. Eitt af hverjum átta fyrirtækjum hafði aukið sykurmagn í vörum sínum. Ein undantekning var þó á annars misheppnuðu framtakinu. Sykur í gosdrykkjum minnkaði um ellefu prósent. Grímulaust ofbeldi Á sama tíma og skýrslan um sykurskattinn kom út í Bretlandi afhenti Íbúðalánasjóður Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu þar sem fjallað var um erfiðar aðstæður leigjenda á Íslandi. Stéttarfélagið VR hefur undanfarið safnað sögum leigjenda af hækkun húsaleiguverðs. Dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 50-70% á rúmu ári. Kallaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, framgöngu leigufélaga gagnvart leigjendum fjárkúgun og krafðist þess að „stjórnvöld setji lagaramma sem að verndar þennan hóp fólks fyrir þessu grímulausa ofbeldi.“ Í skýrslu sinni leggur Íbúðalánasjóður til að leigusölum og leigufélögum verði settar „skýrari leikreglur“ til að auka húsnæðisöryggi leigjenda. Er stungið upp á að horft verði til nágrannalandanna í leit að leiðum til að sporna gegn „óheyrilegum hækkunum á leiguverði“. Er Noregur tekið sem dæmi. Í skýrslunni kemur fram að þar séu leigusamningar sjaldnast gerðir til skemmri tíma en þriggja ára; leigusala er ekki heimilt að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana og þá aðeins einu sinni á ári; leigusamband þarf að hafa varað í það minnsta tvö og hálft ár áður en heimilt er að setja fram kröfu um að leiga verði færð til samræmis við markaðsverð og skal þá gefinn hálfs árs fyrirvari áður en breytingin tekur gildi. En hvernig hyggst Ásmundur Einar bregðast við tillögunum? Hann ætlar að kalla til sín „þessi helstu leigufélög til þess að fara yfir þetta og … meta hvort og þá til hvaða aðgerða verður gripið.“ Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund samtal Ásmundar Einars og hagsmunaaðilanna: Ásmundur: „Hvað finnst ykkur?“ Hagsmunaaðilar: „Leikreglur gera ekkert gagn. Við skulum hætta að sýna af okkur græðgi ef okkur er í sjálfsvald sett hvernig við útfærum umbæturnar.“ Með einu pennastriki Sé leigusölum falið að ákveða hvernig leigumarkaðurinn gangi fyrir sig mun það enda eins og breska sykurátakið: fyrr mun bresta á ný ísöld en bóla á breytingum. Að leyfa hagsmunaaðilum að setja eigin leikreglur er eins og að ráðast gegn offituvandanum með því að setja kökusneið og skál af kínóa fyrir framan barn og segja því að velja. Spurningin sem Ásmundur Einar stendur frammi fyrir ætti ekki að vera „hvort“ heldur „hvenær“. Svarið ætti að vera: „Strax“. Með skýrum og einföldum leikreglum í anda þeirra sem ríkja í nágrannalöndum okkar má draga úr óréttlæti íslenska leigumarkaðarins með einu pennastriki.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun