Nýr bæjarstjóri í Eyjum: „Við áttum kannski ekki von á þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2018 15:05 Íris Róbertsdóttir er nýr bæjarstjóri í Eyjum. Vísir/einar árnason Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, segir að viðræður við Eyjalistann um nýjan meirihluta í bæjarstjórn hafi gengið vel. Hún segir árangur listans í kosningunum hafa farið fram úr björtustu vonum en Fyrir Heimaey náði þremur mönnum inn í bæjarstjórn. Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur í næstu viku að sögn Írisar en spurð út í helstu áherslur flokkanna í bæjarstjórn nefnir hún aukið íbúalýðræði, rafræna stjórnsýslu og aukna áherslu á fræðslumál. „Það er bara það sem við vorum að predika fyrir kosningar. Við lögðum áherslu á aukið íbúalýðræði, við viljum opna bókhaldið og setja aukna áherslu á fræðslumál. Þetta mun koma skýrt fram í málefnasamningnum sem við ætlum að kynna eftir helgi. Eyjalistinn sem er með okkur í þessu samstarfi var með mjög líkar áherslur og við á þessa þætti þannig að þetta mun vera í forgrunni,“ segir Íris í samtali við Vísi.Þurftu að tala sig niður á nokkur mál Spurð út í hvernig viðræðurnar við Eyjalistann hafi gengið segir Íris að það hafi verið nokkur mál sem hafi þurft að tala sig niður á en að góður andi hafi verið í hópnum og að vinnan hafi gengið vel. Fyrir Heimaey er bæjaramálafélag sem var stofnað um miðjan apríl en mikil óánægja hafði kraumað á meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum með að ekki skyldi haldið prófkjör hjá flokknum í aðdraganda kosninganna heldur kaus fulltrúaráðið á milli frambjóðenda í svokallaðri röðun. Írisi, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var boðið þriðja sæti á lista flokksins fyrir kosningarnar en þáði það ekki. Hún hafði verið einn helsti talsmaður prófkjörs innan flokksins í Eyjum. Fór það síðan svo að hún leiddi lista nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, og má segja að árangur félagsins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag sé eftirtektarverður þar sem oddvitinn er kominn í bæjarstjórastólinn.En áttu Íris og félagar hennar í H-listanum von á þessum árangri í kosningunum? „Við áttum kannski ekki von á þessu. Við vorum að gæla við það að fá tvo, það var markmiðið okkar, en þetta var framar okkar björtustu vonum og erum ótrúlega þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum fengið,“ segir Íris. Og hvernig leggst svo nýja starfið í hana? „Ég er svona ekki alveg búin að ná utan um þetta. En ég hlakka bara til að takast á við nýtt starf og ný verkefni og fóta mig í því.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íris Róbertsdóttir verður bæjarstjóri í Eyjum Fyrir Heimaey og Eyjalistinn mynda mynda nýjan meirihluta í Vestmannaeyjum. 1. júní 2018 11:45