Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2018 07:19 Adrift segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu. STXFILMS Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37