Skilvirkara Ísland Sigurður Hannesson skrifar 1. júní 2018 07:00 Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sigurður Hannesson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun