Þrautaganga Hörður Ægisson skrifar 1. júní 2018 10:00 Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Að lágmarki fjórðungshlutur í Arion banka verður seldur langt undir bókfærðu eigin fé bankans. Þetta varð ljóst í gær þegar útboð á bréfum í Arion banka hófst með formlegum hætti en Kaupþing mun þar bjóða stóran hluta í bankanum til sölu miðað við gengið 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Fyrir hagsmuni ríkisins, sem fær stóran hluta söluandvirðis útboðsins í sinn hlut samkvæmt forskrift stöðugleikaskilyrðanna, þá eru það vonbrigði að ekki muni fást hærra verð fyrir hlut í bankanum. Slíkt hefði skilað sér í enn hærra stöðugleikaframlagi. Við því er hins vegar lítið að gera. Markaðsvirði bankans, eins og sakir standa, er fyrst og fremst afleiðing lélegrar arðsemi síðustu misseri. Áskorun nýrra eigenda verður að leita leiða til að bæta hana með því að aðlaga viðskiptamódelið að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Söluferli Kaupþings á hlut sínum í Arion banka hefur staðið yfir í nærri tvö ár. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Þegar litið er til baka þá sætir það undrun hversu lítið hefur í raun verið gert á öllum þeim tíma til að hagræða í rekstrinum í því skyni að hámarka virði bankans í aðdraganda útboðs. Öllum má þannig vera ljóst að hægt er að fækka starfsfólki í íslenskum bönkum mun meira en gert hefur verið. Eignarhaldið á Arion banka, þar sem bankinn hefur verið án virkra hluthafa með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, hefur hér án efa ekki hjálpað til og haft neikvæð áhrif á afkomu bankans. Hagsmunir hluthafa Kaupþings hafa þar ekki aðeins verið undir, heldur ekki síður – og raunar mun meiri – ríkissjóðs Íslands. Þessi staða ætti að taka breytingum þegar æskilegra eignarhald kemst á bankann í kjölfar hlutafjárútboðs og skráningu í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Þótt væntingar séu um að erlendir fjárfestingasjóðir verði þar hvað fyrirferðarmestir þá mun aðkoma lífeyrissjóðanna einnig ráða miklu um niðurstöðu útboðsins. Ákvörðun sjóðanna að taka ekki tilboði Kaupþings um að kaupa umtalsverðan hlut í bankanum fyrr á árinu hefur reynst afar farsæl. Fjórum mánuðum síðar stendur lífeyrissjóðunum, sem hafa ekki um marga fjárfestingakosti að velja innalands, til boða að kaupa í bankanum á mun hagstæðara verði. Óvíst er samt hvort af því verði. Takist ekki að selja íslensku bankana í alþjóðlegum útboðum, eins og nú er gert í fyrsta sinn með Arion banka, er erfitt að sjá hvernig eigi að koma þeim úr ríkiseigu. Þátttaka lífeyrissjóðanna í slíkum útboðum mun hins vegar ávallt hafa mikið að segja enda myndi fjarvera stærstu stofnanafjárfesta landsins að öðrum kosti draga úr áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða. Þegar haftaáætlun stjórnvalda var kynnt fyrir þremur árum var kröfuhöfum Kaupþings falið það verkefni að koma Arion banka í verð innan tiltekins tíma en um leið tryggja að söluandvirðið færi að mestu til ríkisins. Markmiðið með þeirri leið var ekki síst að flýta fyrir skráningu íslensks banka sem yrði í dreifðri eigu erlendra og innlendra fjárfesta. Það er nú vonandi að raungerast. Takist vel til ætti það að skila sér í auknum áhuga erlendra sjóða á íslenska hlutabréfamarkaðinum sem aftur gæti varðað veginn fyrir skráningu á þeim bönkum sem eru nú alfarið í eigu ríkisins. Það yrði góð niðurstaða.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun