Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:00 Donald Trump mun ræða við þingmenn Repúblikana um nýtt frumvarp sem myndi slaka á stefnu stjórnar hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00