Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júní 2018 19:45 Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira