Sjónarvottur sagði í samtali við fréttastofu að sérsveitarmenn hefðu látið sig síga niður á svalir íbúðarinnar þar sem maðurinn var staddur og brotið sér þannig leið inn.
Þrír lögreglubílar, tveir sérsveitarbílar auk sjúkrabíls voru á vettvangi. Ætla má að lögregluaðgerðinni sé lokið því allir bílar, að tveimur lögreglubílum undanskildum, eru farnir af vettvangi.
![](https://www.visir.is/i/E399A2848AA2DA37DBB87DA91BDE95D631F4D22E15CA6E11544EFAF5F93EDCFD_713x0.jpg)