Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 15:45 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/EPA Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT. Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT.
Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira