Lífið

Jerry Seinfeld grillaður - Cardi B mætir

Bergþór Másson skrifar
Jerry Seinfeld, Cardi B og Zach Galifianakis.
Jerry Seinfeld, Cardi B og Zach Galifianakis. YouTube/Funny Or Die
Leikarinn og grínistinn, Zach Galifianakis, snéri aftur með spjallþátt sinn „Between Two Ferns“ nú á dögunum. Síðasti þáttur kom út fyrir nánast tveimur árum, og þá var gestur hans engin önnur en Hillary Clinton. Í þetta skipti eru gestir hans grínistinn Jerry Seinfeld og rapparinn Cardi B.

Viðtalsþættirnir „Between Two Ferns“ er nokkuð ólíkir venjulegum spjallþáttum. Í stað þess að bjóða upp á venjulegt spjall milli þáttarstjórnanda og gests, eins og gengur og gerist yfirleitt í eðlilegum spjallþáttum vestanhafs, skiptast þáttarstjórnandi og viðmælandi á móðgunum og ærumeiðingum í garð hvors annars.

Þátturinn byrjar á nokkuð óþægilegu viðtali við Seinfeld, áður en Cardi B lætur allt í einu sjá sig. Sjáðu þáttinn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Cardi B gerði Jimmy Fallon orðlausan

Rapparinn Cardi B skráði nafn sitt í sögubækur tónlistarinnar á árinu þegar hún varð fyrsti kvenkyns rapparinn til að toppa bandaríska Billboard-vinsældalistann síðan Lauryn Hill var á toppnum árið 1998.

Seinfeld útilokar ekki endurgerð af Seinfeld

Grínistinn Jerry Seinfeld er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hann sjálfur í þáttunum Seinfeld. Þættirnir voru gríðarlega vinsælir og á skjánum á árunum 1989-1998.

Hangover II

Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstakri forsýningu Sambíóanna á kvikmyndinni Hangover 2 í Egilshöll. Gestirnir veinuðu úr hlátri nánast alla myndina sem toppar fyrri myndina svo sannarlega. Hangover 2 verður frumsýnd í dag í Sambíóunum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni og Egilshöll. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.