Jafnteflið hefur vakið mikla athygli í umheiminum, enda frábær úrslit Íslands á fyrsta leiknum á stærsta sviði fótboltans þar sem íslensku víkingarnir höfðu full tök á einum besta fótboltamanni sögunnar.
Blaðamaðurinn Sam Tighe gefur út lið dagsins eftir hvern keppnisdag á HM í Rússlandi og voru hvorki meira né minna en þrír Íslendingar í liði hans fyrir gærdaginn. Enginn Argentínumaður komst í liðið.
Hannes Þór er að sjálfsögðu í markinu. Það getur ekki hver sem er varið vítaspyrnu frá Messi og þegar þú gerir það fær það athygli.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns eftir frábæra frammistöðu og markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, er fremstur.
Iceland’s heroes form the spine of @stighefootball’s team of the day pic.twitter.com/EzX3ZbUs33
— B/R Football (@brfootball) June 16, 2018