Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu Arnar Björnsson og Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 16. júní 2018 07:30 „Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
„Við komum seint á þriðjudagskvöld og höfum notið Moskvu og búnir að skoða margt. Borgin er full af rosalegri sögu og hér er margt að sjá. Við erum bara búnir að hafa það mjög gott,“ segir Herjólfur Guðbjartsson sem er ásamt syni sínum, Gylfa Þór spenntur fyrir leiknum. Félagi hans Andri Þór er í för með föður sínum Þresti Bergmann. Strákarnir eru alsæli með dvölina í Moskvu, „Þetta er búið að vera mjög gaman,“ segir Gylfi Þór og vinur hans bætir því við að borgin sé flott. Það fer ekkert á milli mála að fjórmenningarnir styðja íslenska liðið, eru klæddir landsliðstreyjum.Þessar íslensku konur voru kærkomnir gestir í hóp argentínskra stuðningsmanna í Moskvu í gær.Vísir/VilhelmAllt breyttist þegar þeir fóru í treyjuna „Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú, hú,“ segir Andri Þór. Þeim finnst það bara gaman. Strákarnir eru veraldarvanir og þetta er sko ekki fyrsta viðtalið sem þeir fara í. „Nei ég held að við séum búnir að fara í fimm viðtöl. Það er verið að spyrja okkur um úrslit leiksins og hvernig við höfum haft það hérna í Moskvu,“ segir Gylfi Þór. „Við erum líka spurðir að því hvernig okkur líði út af allri öryggisgæslunni og hvernig okkur líkar við Moskvu,“ bætir Andri Þór við.Hvernig er að vera pabbi með strákinn sinn og labba hér um eins og stórstjörnur í íslenskum landsliðsbúningi? „Þetta er bara skemmtileg upplifun fyrir alla held ég. Þeir eru gríðarlega ánægðir með þetta og við pabbarnir líka. Andrúmsloftið er þægilegt hérna og mér finnst það afslappað. Það halda allir með Íslandi sem öðru liði og mönnum finnst gaman að fá myndir af okkur og drengjunum,“ segir Þröstur.Argentínumenn hafa unnið keppni stuðningsmanna í Moskvu. Þeir kunna þetta allt saman, fastagestir á HM og með gleðina að vopni.Vísir/VilhelmFundið stemmninguna magnast dag frá degi Þeir feðgar Þröstur og Andri Þór voru í Frakklandi á EM fyrir tveimur árum. Þá sáu þeir Ísland og Portgal gera jafntefli. Hvernig er samanburðurinn þá og núna? „Kannski öðruvísi, sá leikur fór fram í St. Etienne þar sem margir Íslendingar gistu. Þessi leikur er í Moskvu allir gista í borginni en koma ekki til borgarinnar fyrr en á leikdegi. Það byggist upp ákveðin eftirvænting og mikil stemning á meðal Íslendinganna og allra þeirra þjóða sem eru að heimsækja borgina. Það eru fjölmargir leiki í Moskvu um helgina“, segir Þröstur.Hafið þið fundið stemninguna magnast, er Moskva öðruvísi í dag en þegar þið mættuð hérna á þriðjudag? „Já allt öðruvísi“, segja strákarnir. Það eru miklu fleiri Íslendingar komnir, það voru engir þegar við komum en nú eru þeir út um allt“.Fólk á öllum aldri og frá öllum heimshornum er samankomið í Moskvu.Vísir/VilhelmBjartsýnismenn allir fjórirHvernig fer svo leikurinn?„Ég held hann fari 1-1“, segir Gylfi Þór en félagi hans er bjartsýnni „2-1 fyrir Ísland“. „Maður verður að vera bjartsýnn og ég hef trú á strákana, ég held að þetta fari 2-1, það verður mark á 92. mínútu sem tryggir sigurinn“, segir Herjólfur. „Ég er svona hóflega bjartsýnn en reikna með jafntefli 1-1 en vona að sjálfsögðu að okkar menn fari með sigur af hólmi“, segir Þröstur. Strákarnir ætla svo sannarlega að láta heyra í sér í leiknum og eru sammála að það muni heyrast langhæst í íslensku stuðningsmönnunum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira