Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Þá bætti Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, við ákæruliðum á dögunum en Manafort hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitni í málinu.
Dómarinn Amy Berman Jackson sagði í dag að Manafort hefði misnotað traustið sem honum hefði verið sýnt og því væri ekkert annað í stöðunni en að senda hann í fangelsi.
Trump tjáði sig um málið á Twitter-reikningi sínum í dag og sagði fangelsisdóminn yfir Manafort ósanngjarnan. „Hvað með Comey og spilltu Hillary og alla hina?“ spurði Trump.
Wow, what a tough sentence for Paul Manafort, who has represented Ronald Reagan, Bob Dole and many other top political people and campaigns. Didn't know Manafort was the head of the Mob. What about Comey and Crooked Hillary and all of the others? Very unfair!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 15, 2018