Lögðu á sig sólarhringslangt ferðalag til að endurtaka Frakklandsævintýrið Arnar Björnsson skrifar 15. júní 2018 23:00 Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. „Ég á líka afmæli á morgun og þetta er sannarlega þess virði“, segir Einar. „Dóttir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf og þetta er jafnframt útskriftargjöf fyrir hana og því tilefni til að fara á leikinn“. Guðni Páll Guðmundsson var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og segir að ferðalagið til Rússlands hafi gengið vel. „Það var annað en fyrir tveimur árum þegar við ákváðum að taka tvö gististopp í Þýskalandi. Það var fáránleg ferð en gékk vonum framar eins og íslenska landsliðinu í keppninni. Það er því ekki yfir neinu að kvarta“. Hvernig tekur Moskva á móti Íslendingunum? „Mér finnst hún bara fín. Óvenjuhrein og tiltölulega ódýr miðað við hvað við bjuggumst við. Við erum bara búin að vera hér í sólarhring og kannski ekki mikið hægt að segja“, segir Ragnar Alexander. Sem er ekki alveg viss um að hann vildi búa í Moskvu, „kannski í fína hlutanum“. Það er ekki amalegt að fá flotta fótboltaferð í útskriftargjöf. Kolfinna Brá Eva Einarsdóttir segir þetta mikla upplifun og sér alls ekki eftir því að hafa skellt sér til Moskvu. Við hverju búast menn við á morgun? „Einn besti fótboltamaður í heimi að mæta Íslendingum. Við sáum leikinn við Portúgala í Frakklandi á EM sem var með í sínu liði einn besta fótboltamann heims. Þá gerðum við 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar. Þetta verður „passífur“ leikur fyrir báðar þjóðir. Bæði lið gæta sín á því að gera ekki mörg mistök, 1-1 yrðu bara flott úrslit. Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari og get alveg séð að við vinnum 2-1“, segir Garðar Helgi. „Við skautum snemma inn einu marki og komum þeim úr jafnvægi, þá gæti allt gerst“. En litli maðurinn í treyju númer 10 er hann eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? „Það verður ansi erfitt að sjá hann hlaupa á vörnina aftur og aftur. Það er bara að þreyta þessa menn í 30 mínútur og sjá hvað gerist þá“, Sigþór Jens er með þetta á hreinu Við hljótum að fá einhver færi okkar leikmenn eru stærri en þeir argentínsku? „Auðveldlega. Þeir eru með gamla miðverði og því ekkert ólíklegt að Íslendingar skjóti inn einu marki og getum gert þá alveg stressaða“, segir Ragnar Pétur „Gott að vera með háa pressu og þá er gott að vera með Alfreð Finnbogason sem er tilbúinn að taka hlaupin allan tímann og þreyta þessa gæja." Ef allt bregst og staðan er 1-0 fyrir Argentínu og hálftími eftir er þá er gott að nota hæð Jóns Daða Böðvarssonar ef hann byrjar ekki inná, reyna að fá hornin, aukaspyrnurnar. Ég hef litlar áhyggjur,” Garðar Helgi er búinn að sjá úrslitin fyrir sér. Eruð þið ekki hrædd um að þetta verða burst? „Nei ég held ekki. Íslendingar eiga eftir að standa í þeim, við munum gera það, segir Sigþór Jens. Einar var einn og hálfan sólarhring á leiðinni frá Ísafirði. Er hann tilbúinn að eyða einum og hálfum sólarhringi í heimferðina ef Ísland vinnur? „Að sjálfsögðu. Ég verð alltaf að fara heim því ég get ekki framlengt. En þetta er alveg vel þess virði“ „Við tökum alla þrjá leikina í riðlakeppninni og eftir leikinn í Rostov tekur við 32-33 tíma lestarferð til Sánkti Pétursborgar. Þetta verður djöfulsins vitleysa,” segir Guðmundsson við hlátur félaga sinna á tólftu hæðinni á Peking hótelinu í Moskvu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30 Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30 Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Ferðalagið gékk nokkuð vel segir frá Ísafirði. Einar Gunnlaugsson og dóttir hans Kolfinna Brá Eva komu frá Ísafirði og voru einn og hálfan sólarhring á leiðinni. „Ég á líka afmæli á morgun og þetta er sannarlega þess virði“, segir Einar. „Dóttir mín gaf mér þetta í afmælisgjöf og þetta er jafnframt útskriftargjöf fyrir hana og því tilefni til að fara á leikinn“. Guðni Páll Guðmundsson var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og segir að ferðalagið til Rússlands hafi gengið vel. „Það var annað en fyrir tveimur árum þegar við ákváðum að taka tvö gististopp í Þýskalandi. Það var fáránleg ferð en gékk vonum framar eins og íslenska landsliðinu í keppninni. Það er því ekki yfir neinu að kvarta“. Hvernig tekur Moskva á móti Íslendingunum? „Mér finnst hún bara fín. Óvenjuhrein og tiltölulega ódýr miðað við hvað við bjuggumst við. Við erum bara búin að vera hér í sólarhring og kannski ekki mikið hægt að segja“, segir Ragnar Alexander. Sem er ekki alveg viss um að hann vildi búa í Moskvu, „kannski í fína hlutanum“. Það er ekki amalegt að fá flotta fótboltaferð í útskriftargjöf. Kolfinna Brá Eva Einarsdóttir segir þetta mikla upplifun og sér alls ekki eftir því að hafa skellt sér til Moskvu. Við hverju búast menn við á morgun? „Einn besti fótboltamaður í heimi að mæta Íslendingum. Við sáum leikinn við Portúgala í Frakklandi á EM sem var með í sínu liði einn besta fótboltamann heims. Þá gerðum við 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar. Þetta verður „passífur“ leikur fyrir báðar þjóðir. Bæði lið gæta sín á því að gera ekki mörg mistök, 1-1 yrðu bara flott úrslit. Ég er mjög bjartsýnn að eðlisfari og get alveg séð að við vinnum 2-1“, segir Garðar Helgi. „Við skautum snemma inn einu marki og komum þeim úr jafnvægi, þá gæti allt gerst“. En litli maðurinn í treyju númer 10 er hann eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? „Það verður ansi erfitt að sjá hann hlaupa á vörnina aftur og aftur. Það er bara að þreyta þessa menn í 30 mínútur og sjá hvað gerist þá“, Sigþór Jens er með þetta á hreinu Við hljótum að fá einhver færi okkar leikmenn eru stærri en þeir argentínsku? „Auðveldlega. Þeir eru með gamla miðverði og því ekkert ólíklegt að Íslendingar skjóti inn einu marki og getum gert þá alveg stressaða“, segir Ragnar Pétur „Gott að vera með háa pressu og þá er gott að vera með Alfreð Finnbogason sem er tilbúinn að taka hlaupin allan tímann og þreyta þessa gæja." Ef allt bregst og staðan er 1-0 fyrir Argentínu og hálftími eftir er þá er gott að nota hæð Jóns Daða Böðvarssonar ef hann byrjar ekki inná, reyna að fá hornin, aukaspyrnurnar. Ég hef litlar áhyggjur,” Garðar Helgi er búinn að sjá úrslitin fyrir sér. Eruð þið ekki hrædd um að þetta verða burst? „Nei ég held ekki. Íslendingar eiga eftir að standa í þeim, við munum gera það, segir Sigþór Jens. Einar var einn og hálfan sólarhring á leiðinni frá Ísafirði. Er hann tilbúinn að eyða einum og hálfum sólarhringi í heimferðina ef Ísland vinnur? „Að sjálfsögðu. Ég verð alltaf að fara heim því ég get ekki framlengt. En þetta er alveg vel þess virði“ „Við tökum alla þrjá leikina í riðlakeppninni og eftir leikinn í Rostov tekur við 32-33 tíma lestarferð til Sánkti Pétursborgar. Þetta verður djöfulsins vitleysa,” segir Guðmundsson við hlátur félaga sinna á tólftu hæðinni á Peking hótelinu í Moskvu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53 Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30 Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30 Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast. 15. júní 2018 09:53
Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. 15. júní 2018 13:30
Leyndu ástandi Arons fyrir fjölmiðlum Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn fyrir Argentínu en það vissi enginn utan hópsins fyrr en í dag. 15. júní 2018 19:30
Strákarnir sýna mér traust Jón Daði Böðvarsson kveðst einbeittur og klár í slaginn gegn Argentínu á laugardaginn. Tæp tvö ár eru síðan hann skoraði fyrir landsliðið en hann lætur það ekki á sig fá og heldur ótrauður áfram. 15. júní 2018 21:30