Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Tómas Þór Þórðarson á Spartak-vellinum í Moskvu skrifar 16. júní 2018 15:00 Leikmenn Íslands fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM 2018 í fótbolta og byrjar því annað stórmótið í röð á því að gera jafntefli við lið eins af bestu leikmönnum heims. Frammistaðan var ótrúleg. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari kom öllum, og sérstaklega Argentínumönnum, í opna skjöldu með því að setja hápressu á tvöfalda heimsmeistarana strax í byrjun. Fyrsta sóknarlota okkar manna skilaði skoti frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Íslenska liðið var mætt til að láta finna fyrir sér. Eins og búist var við tóku Argentínumenn fljótt völdin. Þeir voru miklu meira með boltann og sendu fleiri sendingar á milli sín en sköpuðu ekki mikið af færum enda erfitt á móti íslenska liðinu. Argentína fékk tvo sénsa úr föstum leikatriðum sem var skrítið því það átti að vera, og er, okkar styrkleiki.Alfreð sendir boltann í mark Argentínumanna.Vísir/GettyGeggjað mark Agüero Þrátt fyrir að Argentína væri meira með boltann var það Ísland sem fékk dauðafæri á 9. mínútu þegar Birkir Bjarnason skaut framhjá úr teignum eftir að argentínska vörnin og Willy Caballero í markinu sameinuðust um slæm mistök. Fór um Argentínumanninn og gullið færi forgörðum. Leikskipulagið var klárt hjá Heimi og alveg ljóst hvað var búið að æfa. Strákarnir voru taktískari og skipulagðari en nokkru sinni fyrr. Þeiru biðu átekta þegar að þess þurfti og réðust svo á boltann á réttum tímum og fóru í hættulegar skyndisóknir. Argentínumenn uppskáru mark eftir pressuna á 19. mínútu. Við Íslendingar sem elskum enska boltann erum búin að sjá Sergio Agüero taka svona snúninga í teignum og skora glæsileg mörk alltof oft. Það var algjör óþarfi að bæta öðru við í Moskvu í dag en þvílíkt mark. Strákarnir fagna marki Alfreðs á Spartak-vellinum.vísir/gettyEinstakur Alfreð Okkar menn hafa áður lent undir gegn góðum liðum og þeir gefast ekkert upp. Þvert á móti upphófst flottur spilkafli hjá íslenska liðinu eins og vill verða þegar að þeir lenda undir. Eftir einn slíkan, sem hófst með geggjuðu spili Gylfa Þórs og Jóhanns Bergs, endaði boltinn í netinu af fæti Alfreðs Finnbogasonar. Alfreð mættur eins og gammur í teignum og nýtti tækifæri sitt í byrjunarliðinu frábærlega. Honum hefur ekki alltaf gengið sem best einum í framlínunni en í dag var hann frábær eins og aðrir leikmenn liðsins. Alfreð átti í fullu tré við miðverði Argentínu, leikmenn Manchester-liðanna á Englandi, og nýttist frábærlega sem uppspilspunktur. Þá var hann öflugur í varnarleiknum. Íslenska liðið fékk fleiri góð færi en það argentínska í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera minna með boltann. Okkar stíll gekk bara ágætlega upp í dag og nýttu leikmenn íslenska liðsins veikleika Argentínu frábærlega. Undirbúningurinn verið góður eins og vitað var.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.Vísir/GettyHannes gegn Messi Seinni hálfeikurinn var sömuleiðis eign Argentínumanna sem blésu og blésu á íslensku vörnina eins og úlfurinn að reyna að komast að svínunum en íslenski varnarmúrinn var gerður úr alvöru íslensku sementi. Viljinn og baráttan til staðar eins og alltaf. Samheldnin svakaleg og allir tilbúnir að fórna sér í allt. Allt hefði getað orðið að engu eftir ríflega klukkustundar leik. Ekki nóg með að Jóhann Berg Guðmundsson þurfti frá að víkja vegna meiðsla eftir að spila stórvel fengu Argentínumenn dæmda vítaspyrnu þegar að Hörður Björgvin Magnússon braut á Maxmillio Meza. Það var aldrei spurning um hver myndi stíga á punktinn. Þangað mætti Lionel Messi sem fimm sinnum hefur verið kjörinn besti leikmaður heims. Í markinu beið Hannes Þór Halldórsson sem leikstýrði auglýsingu í hjáverkum fyrir HM. Bilið á milli tveggja manna gat ekki verið meira þó auðvelt var að mæla það. Ellefu metrar. Á svona stundum skiptir engu máli hver er hvað eða hvað menn hafa gert áður. Vítaspyrna er eins mikið í núinu og hlutirnir verða og að þessu sinni var það Hannes sem hafði betur. Hannes fór í rétt horn og varði spyrnu Lionel Messi og hélt íslenska liðinu gangandi. Þetta var bara kirsuberið á kökuna á annars kyngimagnaða frammistöðu markvarðarins sem var maður leiksins.Hannes Þór las Messi eins og opna bók og varði spyrnu töframannsins.Vísir/GettyÆvintýrið lifir Þrátt fyrir gríðarlega pressu nánast það sem eftir lifði leiks náðu strákarnir okkar í jafntefli. Já, jafntefli á HM á móti Argentínu. Þetta er hálfsúrrealískt enn þá. Víkingaklappið hefur aldrei verið jafnverðskuldað. Það fór mikil orka í þessa frammistöðu. Miðjan var á fullu allan tímann þar sem að endurkoma Arons Einars Gunnarssonar skipti öllu máli og frammistaða Emils Hallfreðsson var algjörlega rafmögnuð. Hann bakkaði fyrirliðann upp í einu og öllu sem og aðra meðreiðarsveina sína í liðinu og stöðvaði ótal sóknir. Einn af hans bestu, ef ekki hreinlega hans besti landsleikur. Kári og Ragnar stigu ekki feilspor í vörninni og Alfreð spilaði líklega sinn besta landsleik. Það þurfti svona frammistöðu til að fá eitthvað út úr leiknum. Það voru allir meðvitaðir um það og allir gerðu sitt. Strákarnir okkar. Hetjur. Ævintýrið heldur áfram. HM 2018 í Rússlandi
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM 2018 í fótbolta og byrjar því annað stórmótið í röð á því að gera jafntefli við lið eins af bestu leikmönnum heims. Frammistaðan var ótrúleg. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari kom öllum, og sérstaklega Argentínumönnum, í opna skjöldu með því að setja hápressu á tvöfalda heimsmeistarana strax í byrjun. Fyrsta sóknarlota okkar manna skilaði skoti frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Íslenska liðið var mætt til að láta finna fyrir sér. Eins og búist var við tóku Argentínumenn fljótt völdin. Þeir voru miklu meira með boltann og sendu fleiri sendingar á milli sín en sköpuðu ekki mikið af færum enda erfitt á móti íslenska liðinu. Argentína fékk tvo sénsa úr föstum leikatriðum sem var skrítið því það átti að vera, og er, okkar styrkleiki.Alfreð sendir boltann í mark Argentínumanna.Vísir/GettyGeggjað mark Agüero Þrátt fyrir að Argentína væri meira með boltann var það Ísland sem fékk dauðafæri á 9. mínútu þegar Birkir Bjarnason skaut framhjá úr teignum eftir að argentínska vörnin og Willy Caballero í markinu sameinuðust um slæm mistök. Fór um Argentínumanninn og gullið færi forgörðum. Leikskipulagið var klárt hjá Heimi og alveg ljóst hvað var búið að æfa. Strákarnir voru taktískari og skipulagðari en nokkru sinni fyrr. Þeiru biðu átekta þegar að þess þurfti og réðust svo á boltann á réttum tímum og fóru í hættulegar skyndisóknir. Argentínumenn uppskáru mark eftir pressuna á 19. mínútu. Við Íslendingar sem elskum enska boltann erum búin að sjá Sergio Agüero taka svona snúninga í teignum og skora glæsileg mörk alltof oft. Það var algjör óþarfi að bæta öðru við í Moskvu í dag en þvílíkt mark. Strákarnir fagna marki Alfreðs á Spartak-vellinum.vísir/gettyEinstakur Alfreð Okkar menn hafa áður lent undir gegn góðum liðum og þeir gefast ekkert upp. Þvert á móti upphófst flottur spilkafli hjá íslenska liðinu eins og vill verða þegar að þeir lenda undir. Eftir einn slíkan, sem hófst með geggjuðu spili Gylfa Þórs og Jóhanns Bergs, endaði boltinn í netinu af fæti Alfreðs Finnbogasonar. Alfreð mættur eins og gammur í teignum og nýtti tækifæri sitt í byrjunarliðinu frábærlega. Honum hefur ekki alltaf gengið sem best einum í framlínunni en í dag var hann frábær eins og aðrir leikmenn liðsins. Alfreð átti í fullu tré við miðverði Argentínu, leikmenn Manchester-liðanna á Englandi, og nýttist frábærlega sem uppspilspunktur. Þá var hann öflugur í varnarleiknum. Íslenska liðið fékk fleiri góð færi en það argentínska í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera minna með boltann. Okkar stíll gekk bara ágætlega upp í dag og nýttu leikmenn íslenska liðsins veikleika Argentínu frábærlega. Undirbúningurinn verið góður eins og vitað var.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.Vísir/GettyHannes gegn Messi Seinni hálfeikurinn var sömuleiðis eign Argentínumanna sem blésu og blésu á íslensku vörnina eins og úlfurinn að reyna að komast að svínunum en íslenski varnarmúrinn var gerður úr alvöru íslensku sementi. Viljinn og baráttan til staðar eins og alltaf. Samheldnin svakaleg og allir tilbúnir að fórna sér í allt. Allt hefði getað orðið að engu eftir ríflega klukkustundar leik. Ekki nóg með að Jóhann Berg Guðmundsson þurfti frá að víkja vegna meiðsla eftir að spila stórvel fengu Argentínumenn dæmda vítaspyrnu þegar að Hörður Björgvin Magnússon braut á Maxmillio Meza. Það var aldrei spurning um hver myndi stíga á punktinn. Þangað mætti Lionel Messi sem fimm sinnum hefur verið kjörinn besti leikmaður heims. Í markinu beið Hannes Þór Halldórsson sem leikstýrði auglýsingu í hjáverkum fyrir HM. Bilið á milli tveggja manna gat ekki verið meira þó auðvelt var að mæla það. Ellefu metrar. Á svona stundum skiptir engu máli hver er hvað eða hvað menn hafa gert áður. Vítaspyrna er eins mikið í núinu og hlutirnir verða og að þessu sinni var það Hannes sem hafði betur. Hannes fór í rétt horn og varði spyrnu Lionel Messi og hélt íslenska liðinu gangandi. Þetta var bara kirsuberið á kökuna á annars kyngimagnaða frammistöðu markvarðarins sem var maður leiksins.Hannes Þór las Messi eins og opna bók og varði spyrnu töframannsins.Vísir/GettyÆvintýrið lifir Þrátt fyrir gríðarlega pressu nánast það sem eftir lifði leiks náðu strákarnir okkar í jafntefli. Já, jafntefli á HM á móti Argentínu. Þetta er hálfsúrrealískt enn þá. Víkingaklappið hefur aldrei verið jafnverðskuldað. Það fór mikil orka í þessa frammistöðu. Miðjan var á fullu allan tímann þar sem að endurkoma Arons Einars Gunnarssonar skipti öllu máli og frammistaða Emils Hallfreðsson var algjörlega rafmögnuð. Hann bakkaði fyrirliðann upp í einu og öllu sem og aðra meðreiðarsveina sína í liðinu og stöðvaði ótal sóknir. Einn af hans bestu, ef ekki hreinlega hans besti landsleikur. Kári og Ragnar stigu ekki feilspor í vörninni og Alfreð spilaði líklega sinn besta landsleik. Það þurfti svona frammistöðu til að fá eitthvað út úr leiknum. Það voru allir meðvitaðir um það og allir gerðu sitt. Strákarnir okkar. Hetjur. Ævintýrið heldur áfram.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti