
Honum voru fengin þrjú verkefni á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Dæmdi þá meðal annars leik Íslands og Austurríkis á Stade de France í riðlakeppninni. Leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands þökk sé marki Arnórs Inga Traustasonar í viðbótartíma.
Í lok mars var tilkynnt að hann yrði dómari á heimsmeistaramótinu. Aðstoðardómarar hans eru þeir Pawel Sokolnicki og Tomasz Listkiewicz.