Svíarnir búa í Gelendzhik sem er í tuttugu mínútna fjarlægð frá Kabardinka þar sem íslenska liðið býr. Það eru talsvert fleiri fjölmiðlamenn frá Svíþjóð en frá Íslandi. Það er líka meira lagt í aðstöðu fjölmiðlamanna hjá Svíunum.
Þeir flytja meðal annars inn sitt eigið vatn og meira að segja Coke líka. Alveg til fyrirmyndar.
Vísir spjallaði við markvörðinn Karl Johan Johnsson sem var hress. Einnig heyrðum við í blaðamönnunum Johan Flinck frá Aftonbladet og Daniel Kristoffersson hjá Expressen.
Þeir eru bjartsýnir á fínt gengi íslenska og sænska liðsins á HM. Innslagið má sjá hér að neðan.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.