Sagður hafa misnotað sér hrumleika Stan Lee Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:43 Stan Lee sést hér með umboðsmanni sínum Keya Morgan. Vísir/Getty Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira