Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014 TG skrifar 14. júní 2018 06:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur Fréttablaðið/Anton Brink Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG sem undirritaðar var við Breiðholtslaug á þriðjudaginn er mun lengri og ítarlegri en sá sem meirihlutinn sem tók við 2014 gerði með sér. Umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, þjónusta borgarinnar, húsnæðismál og Borgarlína verða meginatriði hjá nýjum meirihluta. Fulltrúar minnihlutans telja sáttmálann óskýran og loðinn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar, segist mjög sáttur við þær auknu áherslur á atvinnumálin sem birtast í þessum sáttmála. „Sérstakur kafli er um atvinnumál, við lögðum áherslu á lækkun fasteignaskatts fyrir kosningar, sem nú verður að veruleika á kjörtímabilinu. Við viljum gera borgina samkeppnishæfari.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að þegar fjórir flokkar koma saman séu allir með sínar áherslur og enginn fái allt. Vinstri græn lögðu mikla áherslu á velferðarmálin, menntaog umhverfismálin sem nú verði gert hærra undir höfði en áður.Sjá einnig: Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta „Ég er gríðarlega sátt við að áherslur Vinstri grænna um að hækka laun kvennastétta, eyða sárri fátækt og móta kjarastefnu náðu fram að ganga. Þá erum við líka að létta fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum barna.“ Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sáttamálann vera um óbreytt ástand og boðar öflugt aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að renna í gegnum samninginn. Þar er ekki mikið af skýrum markmiðum, þetta er frekar loðið og virðist eiga að gerast á næsta kjörtímabili frekar en þessu. Það er ýmislegt sem á að taka gildi annaðhvort í lok kjörtímabils eða samhliða einhverju sem ekki er í hendi.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, telur samninginn mikil vonbrigði og finnst þetta ekki einu sinni vera brauðmolar til hinna verst settu. „Við sjáum að það er ekkert í þessum sáttmála í líkingu við það sem kosningabaráttan snerist um, 500 félagslegar íbúðir eru allt of lítið þegar nánast helmingi fleiri eru á biðlista. Það er allt of mikið talað um að stefna að einhverju, allt of fá atriði sem hægt er að leggja almennilega mat á.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Vonast eftir góðu samstarfi við minnihlutann í Reykjavík Mikil bjartsýni er meðal stjórnarliða meirihlutans í borginni fyrir komandi kjörtímabil. Segja mikinn samhljóm milli flokkanna. Meirihlutinn er myndaður um jákvæða borgarþróun, húsnæðismál, borgarlínu og skipulags- og samgöngumál. 13. júní 2018 06:00
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00