

Þróunarsamvinna – við getum betur
Stefnur og straumar í þróunarsamvinnu hafa breyst og þróast síðan eftir stríð. Í dag er rík krafa um að þróunarlönd sem þiggja aðstoð hafi hlutdeild í aðstoðinni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar en ríkin sem veita þróunaraðstoð séu aðeins til aðstoðar. Það er heimafólk sem veit best hvað þarf til að ástandið batni, hvar aðstoðar er helst þörf og hvernig sé best að innleiða hana í samfélagið. Þar hafa frjáls félagsamtök afar mikilvægu hlutverki að gegna vegna tengingar við grasrótina og þekkingu á innviðum þeirra samfélaga sem í hlut eiga hverju sinni.
Ísland er smáríki í hefðbundnum skilningi. En með alþjóðlegu samstarfi hefur Ísland rödd á alþjóðavettvangi, við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum auk fleiri alþjóðasamtaka og á þeim vettvangi höfum við oft sama atkvæðavægi og stórþjóðir. Við getum verið boðberar breytinga til hins betra og í því sambandi má nefna áherslu Íslands á kynja- og jafnréttismál sem svo sannarlega hefur haft áhrif víðs vegar um heiminn og verið öðrum þjóðum hvatning til að taka skref í átt að meira jafnrétti.
Í dag gengur margt eða flest vel á Íslandi. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig. Á Íslandi var barnadauði lengi vel með hæsta móti, forfeður okkar og mæður upplifðu sárafátækt, dóu úr læknanlegum sjúkdómum, flýðu hér sult og seyru til annarra landa og byggðu sér og afkomendum sínum betra líf. Kannski ekkert ósvipað og fjöldamörg önnur ríki eru að upplifa í samtímanum.
Með auknum samgöngum, samvinnu við önnur ríki og alþjóðakerfi, sem smáríki á borð við Ísland byggja hagsæld sína á að verulegu leyti, hefur hagur okkar vænkast. Alþjóðakerfi sem gerir fámennum ríkjum á borð við Ísland kleift að hafa rödd og tækifæri til að tala fyrir bættum og breyttum heimi. Þá orðræðu getur Ísland byggt á þeim gildum sem við viljum kenna okkur við og ekki síst samhjálp sem stuðlar að öruggari heimi og dregur úr fátækt og óstöðugleika.
Þurfum að ná markmiðinu
Um nokkurra áratuga skeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna þess efnis að efnameiri þjóðir láti 0,7% af vergum þjóðartekjum til aðstoðar fátækari ríkja með það að markmiði að byggja þar upp stöðugleika og sjálfbærni. Stöðugleika og sjálfbærni sem myndi stuðla að því að koma í veg fyrir styrjaldir, sárafátækt og draga stórlega úr fjölda flóttafólks sem á það flest sameiginlegt að vilja vera heima hjá sér en geta það ekki vegna ofbeldis, átaka og sárafátæktar. Þótt Ísland sé smáríki og að framlag okkar þjóðar muni ekki eitt og sér koma á stöðugleika og friði um gjörvalla veröld þá getur Ísland, sem fyrr segir, verið öðrum ríkjum fyrirmynd og til eftirbreytni.
Eitt skref var nýlega tekið fram á við þegar íslensk stjórnvöld lögðu til hækkun á framlögum Íslands til þróunarmála úr áætluðum 0,25% af vergum þjóðartekjum á næstu árum upp í 0,35%. Þrátt fyrir þetta framfaraskref er enn mjög langur vegur frá því að við náum 0,7% markmiði SÞ. Þangað viljum við komast og því þurfum við sem þjóð að sameinast um áætlanir sem miða að því að ná þessu markmiði.
Höfum hátt og tölum fyrir friði, mannréttindum, aukinni samvinnu og þróunarsamvinnu og fáum stærri ríki í lið með okkur. Tölum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi heima og að heiman. Ísland hefur rödd á alþjóðavettvangi. Nýtum hana og sýnum að smáríkið Ísland getur verið öðrum ríkjum fyrirmynd þegar kemur að alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem stuðlar að friði, öryggi, velsæld og þar með færra fólki sem neyðist til að flýja heimkynni sín vegna fátæktar eða stríðsátaka.
Höfundar eru:
Bjarni Gíslason
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Erna Reynisdóttir
framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi
Kristín S. Hjálmtýsdóttir
framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Laufey Birgisdóttir
framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar
Ragnar Gunnarsson
framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga
Ragnar Schram
framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna
Stella Samúelsdóttir
framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar