Tónlist

Um 1000 miðar eftir á tónleika Guns N' Roses

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá tónleikum Guns N' Roses á Download-tónlistarhátíðinni um liðna helgi.
Frá tónleikum Guns N' Roses á Download-tónlistarhátíðinni um liðna helgi. vísir/getty
Miðar á tónleika Guns N‘ Roses sem verða á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi eru nú ófáanlegir hjá tónleikahöldurum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahöldurum en þar segir að fyrir helgi hafi einungis verið um 2000 miðar eftir sem voru allir keyptir af Netgíró. Þar hefur salan gengið vel og eru um 1000 miðar þar eftir einst og stendur. Hægt er að fá miða í gegnum netgiro.is.

Guns N‘ Roses eru nú á miðju tónleikaferðalagi sínu um Evrópu en tónleikarnir hér á landi eru þeir síðustu á ferðalagi þeirra um álfuna.


Tengdar fréttir

Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands

Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar

Miðar á GNR rokseljast

„Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.