Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 09:48 Trump ræddi lengi við fréttamenn eftir að fundi hans og Kim lauk. Vísir/EPA Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að fresta frekari heræfingum með Suður-Kóreu þar sem þær eru „mjög ögrandi“ í garð Norður-Kóreu, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sagðist Trump hafa fengið loforð frá Kim um lokun eldflaugatilraunastöðvar. Ekki var margt fast í hendi í sameiginlegri yfirlýsingu sem Trump og Kim skrifuðu undir eftir sögulegan fund þeirra í Singapúr í nótt. Þar stefndu ríkin á frið á Kóreuskaga og frekari viðræður. Sérfræðingar segja hins vegar ekkert nýtt í henni að finna, aðeins gömul loforð og skuldbindingar. Á blaðamannfundi í morgun greindi Trump aðeins nánar frá viðræðum hans við Kim og virtist þar tilbúinn að uppfylla kröfur sem stjórnvöld í Pjongjang hafa lengi haft uppi og lofaði Kim aftur persónulega. Þar á meðal var tilkynning hans um að Bandaríkin ætlaði að stöðva heræfingar sínar með Suður-Kóreu sem hafa lengi reitt Norður-Kóreumenn til reiði. Trump sagði að æfingarnar væru hvort eð er Bandaríkjunum dýrar. „Við höfum stundað æfingar lengi, unnið með Suður-Kóreu. Við köllum þetta stríðsleiki. Þeir eru gríðarlega dýrir. Suður-Kórea leggur sitt af mörkum en ekki 100%. Við höfum rætt við mörg lönd um að koma fram við okkur af sanngirni. Stríðsleikirnir eru mjög dýrir, við borgum fyrir stóran meirihluta þeirra,“ sagði Trump. Talsmaður stjórnvalda í Suður-Kóreu segir ekki ljóst hvað Trump hafi átt við og að þau þurfi að leita frekari skilnings á ummælum hans um heræfingarnar.President Trump says the US will stop "war games," an apparent reference to joint military exercises with South Korea that North Korea has long rebuked as provocative https://t.co/xzKq6pByDT pic.twitter.com/0lyEbdyjN9— CNN Breaking News (@cnnbrk) June 12, 2018 Þá sagðist Bandaríkjaforseti hafa fengið loforð frá Kim um að hann myndi loka eldflaugatilraunastöð. Ekki hafi verið fjallað um það í sameiginlegu yfirlýsingu þeirra því Trump hafi fengið Kim til að fallast á það eftir að þeir skrifuðu undir hana. Refsiaðgerðir verða áfram í gildi þar til kjarnavopnin verða úr sögunni. Trump sagði hins vegar að enginn tími hefði verið til að ganga frá smáatriðum við Kim því að hann væri aðeins í Singapúr í einn sólahring.Ástandið „erfitt“ víðar Sum ummæli Trump um Kim og ástand mála í Norður-Kóreu á blaðamannafundinum vöktu athygli. Trump hefur lofað Kim fyrir gáfur og hæfileika. Þegar forsetinn var spurður um þessi orð sín sagði hann að Kim hefði ungur komist til valda og stýrt landinu „af festu“. Hann sagði þó ekki að það væri „viðkunnalegt“. Fréttamenn spurðu Trump einnig hvort hann hefði rætt mannréttindamál í Norður-Kóreu við Kim. Trump sagðist hafa rætt þau „frekar stuttlega“ en alvarlega. Þegar fyrri ummæli hans um að stjórnvöld í Norður-Kóreu kúguðu eigin borgara meir en nokkurt annað ríki sagðist Trump telja að ástandið væri „erfitt“ í einræðisríkinu. Hann virtist þó tala niður bágborið mannúðarástandið í Norður-Kóreu. „Það er erfitt, það er erfitt á mörgum stöðum annars,“ sagði Bandaríkjaforseti. Lýsti Trump hundruðum þúsunda fanga í norður-kóreskum fangabúðum sem stóru sigurvegurum viðræðna þeirra Kim. Þá lofaði Trump strandir Norður-Kóreu sem hann hafði séð í bakgrunni myndbanda sem sýndu heræfingar. „Ég útskýrði fyrir þeim að þeir gætu verið með bestu hótelin í heiminum,“ sagði Trump sem hvatti fréttamenn til að hugsa um það út frá sjónarhorni fasteignabransans. Spurður að því hvort að hann gæti treyst Kim útilokaði Trump ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér. „Ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni viðurkenna það en ég finn einhvers konar afsökun,“ grínaðist forsetinn.Trump says he trusts Kim Jong Un. And if he's wrong? "I may be wrong, I mean I may stand before you in six months and say, 'Hey I was wrong,'" said Trump, before adding, "I don't know that I'll ever admit that, but I'll find some kind of an excuse." https://t.co/fk4Fpko8qC pic.twitter.com/FKFfSVE7VE— CNN (@CNN) June 12, 2018
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45