Kushner og Ivanka græða tugi milljóna utan Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 08:33 Kushner og Ivanka Trump lepja ekki dauðann úr skel þrátt fyrir að þau vinni launalaust fyrir föður Ivönku í Hvíta húsinu. Vísir/EPA Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Á sama tíma og Ivanka, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, vinna launalaust sem ráðgjafar fyrir Hvíta húsið hagnast þau um tugi milljóna dollara á ýmsum eignum sínum. Viðskiptahagsmunir hjónanna hafa vakið upp spurningar um hættuna á hagsmunaárekstrum. Í nýbirtum fjármálaupplýsingum sem hjónin skiluðu inn fyrir síðasta ár kemur fram að þau voru með 82 milljónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða íslenskra króna, í tekjur á meðan þau störfuðu fyrir Hvíta húsið. Þannig hagnaðist Ivanka til dæmis um tæpar fjórar milljónir dollara á hlut sínum í Trump-alþjóðahótelinu í Washington-borg. Erlendir sendifulltrúar hafa notað hótelið í ríkum mæli eftir að Trump varð forseti og Repúblikanaflokkurinn hefur haldið fjölda viðburða þar. Að sögn Washington Post hafa bæði Ivanka og Kushner gefið eftir daglega stjórn fyrirtækja sinna á meðan þau vinna fyrir Trump forseta. Þau hafa hins vegar haldið í stóra eignarhluti sína í fyrirtækjum sem starfa bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þrátt fyrir miklar tekjur hefur Charles Kushner, faðir Jareds, ítrekað fullyrt að þau hjónin hafi þurft að færa miklar fórnir til að starfa fyrir ríkisstjórnina. Hann kallaði siðferðissérfræðinga sem hafa vakið máls á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra „fífl“ sem geta ekki fengið „alvöru vinnu“ í viðtali í síðasta mánuði. Viðskiptahagsmunir Kushner hafa flækt störf hans fyrir Hvíta húsið. Þannig missti hann um tíma öryggisheimild sína vegna áhyggna leyniþjónustunnar af samskiptum hans við fulltrúa erlendra ríkja sem hann gaf ekki upp að fullu. Þá voru fulltrúar erlendra ríkja sagðir reyna að notfæra sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika fjölskyldufyrirtækis hans og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum. Gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI hefur einnig rannsakað viðskiptagjörninga sem Ivanka hefur komið nærri á erlendri grundu. Rannsóknin hefur beinst að því hvort að viðskipti hennar og Kushner gætu gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi erlendra aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Hröð meðferð vörumerkja Ivönku í Kína vekur spurningar um spillingu Sérfræðingar segja þennan hraða vera óeðlilegan og AP segir þessar upplýsingar vekja frekari spurningar um hagsmunaárekstra í Hvíta húsinu. 28. maí 2018 21:05