Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 07:45 Kim og Trump tóku höndum saman um yfirlýsingu þar sem stefnt er að friði á Kóreuskaga. Vísir/EPA Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55