Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2018 07:45 Kim og Trump tóku höndum saman um yfirlýsingu þar sem stefnt er að friði á Kóreuskaga. Vísir/EPA Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Fögur fyrirheit um frið á Kóreuskaga eru að finna í sameiginlegri yfirlýsingu sem Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifuðu undir eftir fund þeirra í nótt. Sérfræðingar gagnrýna hins vegar að engar nýjar skuldbindingar séu að finna í skjalinu. Trump heitir Norður-Kóreu griðum og Kim ítrekaði skuldbindingu sína um „algera afkjarnavopnun“ Kóreuskagans í yfirlýsingunni sem þeir skrifuðu undir í Singapúr. Þá eru ríkin tvö sögð ætla að vinna saman að varanlegum friði og viðræðum verður haldið áfram. Bandaríkjaforseti fullyrti að afvopnunin hefðist „mjög fljótlega“. Fátt er þó fast í hendi í yfirlýsingunni. Ekki er gerð grein fyrir því hvernig afvopnunin eigi að fara fram og ekkert er fjallað um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna kjarnavopnatilrauna þess. Ennfremur kom ekkert fram um mögulega friðarsamninga en tæknilega ríkir enn stríð á milli nágrannaþjóðanna á Kóreuskaga, að því er segir í frétt Reuters. AP-fréttastofan segir að í yfirlýsingunni sé fyrst og fremst ítrekaðar fyrri opinberar yfirlýsingar og skuldbindingar. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fyrstu viðbrögð sérfræðinga í málefnum heimshlutans við yfirlýsingunni á Twitter. Þeir hafa áhyggjur af því hversu innihaldsrýr yfirlýsingin er með þeim fyrirvara að Trump gæti kynnt ítarlegra samkomulag síðar. „Ef þetta er allt og sumt…þetta er niðurdrepandi. Þetta er jafnvel þynnra en flestir efasemdamenn áttu von á,“ skrifar Robert E. Kelly, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Kóreuskaga. Hann bendir á að Trump hafi ekki einu sinni tryggt sér loforð frá Kim um eyðingu eldflauga eða lokunar tilraunastöðvar.Wow. If this is it... this is depressing. This is even thinner than most skeptics anticipated. I figured Trump wd at least get some missiles or a site closure or something concrete: https://t.co/tvhLVnlXpj. This looks pretty generic. Maybe there will be some surprise in presser? https://t.co/BbzZaeCzo0— Robert E Kelly (@Robert_E_Kelly) June 12, 2018 Meiriháttar sigur fyrir Kim Aðrir sérfræðingar hafa gagnrýnt að með því að fallast á fundinn sögulega hafi Trump gefið Kim meiriháttar sigur. Bandaríkjaforseti væri í reynd að veita leiðtoga einangraðasta einræðisríkis heims lögmæti og viðurkenna hann sem jafningja sinn. „Þetta er meiriháttar sigur fyrir Kim Jong-un sem hefur núna, ef ekkert annað, orðstírinn og áróðurssigurinn í að hitta forsetann í einrúmi vopnaður kjarnorkufælingarmætti,“ segir Michael Kovrig, sérfræðingur í norðaustur Asíu, við AP-fréttastofuna. Jenny Town, sérfræðingur í málefnum Kóreu, segir að ferð Kim til Singapúr og fundurinn við Trump sé pólitískur sigur fyrir hann. Myndaaugnablikin í ferðinni hafi ekki geta verið betri þó að Kim hefði sett þau sjálfur á svið. „Staðreyndin er sú að þetta er Kim Jong-un, fyrir sex mánuðum var hann einn hataðasti leiðtogi heims, nú er komið fram við hann eins og pólitíska rokkstjörnu,“ segir Town við BBC. Trump fór lofsamlegum orðum um Kim við fréttamenn þegar þeir hittust í Singapúr í nótt. Sagði hann Kim „mjög gáfaðan“ og „mjög verðugan, mjög harðan samningamann“. „Ég lærði að hann er mjög hæfileikaríkur maður. Ég lærði líka að hann elskar landið sitt mjög mikið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Harðstjóri Norður-Kóreu eftirsóttur og hefur nú fundað með forsetum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Markmið hans að tryggja áframhaldandi stjórn og sagður hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að gefa þau frá sér. 12. júní 2018 06:00
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent