Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2018 22:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning á einu bretti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Færeyskir fjölmiðlar þakka Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, það að þeir urðu hálfum milljarði danskra króna ríkari í dag. Fjármálaráðherra Færeyja, Kristina Háfoss, lýsir því hvernig þjóðarbúskapur þeirra hefur skyndilega styrkst við það að risastór skuld hafi nú verið strikuð út á einu bretti.Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmanni Færeyja, er þakkað samningsákvæðið í færeyskum fjölmiðlum.Upphaf málsins er bankahrunið í Færeyjum fyrir aldarfjórðungi en þá neyddust Færeyingar til að leita á náðir Dana með björgunaraðgerðir. Meðal þeirra var lánssamningur sem þeir Anfinn Kallsberg lögmaður og Mogens Lykketoft, þáverandi fjármálaráðherra Dana, undirrituðu þann 10. júní árið 1998. Efnahagslíf Færeyja var þá í rúst eftir bankakreppuna en jafnframt ríkti bjartsýni á þeim tíma um að olíuleit myndi gera Færeyinga ríka og vonuðust samningsaðilar til að eyjarnar myndu þróast úr fiskveiðisamfélagi yfir í olíuríki. Var því ákvæði sett í lánssamninginn þess efnis að ef Færeyingar yrðu byrjaðir að fá tekjur af olíuvinnslu innan 20 ára myndu þeir greiða lánið að fullu til baka, en annars yrði lánið fellt niður.Frá Færeyjum.Stöð 2/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Stóri dagurinn rann svo upp í gær, 10. júní 2018, og þar sem engin olíuvinnsla er ennþá hafin við Færeyjar, er núna búið að strika yfir stóru skuldina við Dani, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna. Sú fjárhæð, miðað við höfðatölu, jafngildir því að 60 milljarða króna skuld íslenska ríkisins við útlönd yrði felld niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15