Á götunni síðan 1998: „Fólk bara festist á skýlinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. júní 2018 15:00 Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjallað verður um gistiskýlið við Lindargötu í Íslandi í dag klukkan 18:50. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér að ofan.Maður á fimmtugsaldri sem hefur verið á götunni meira og minna í 20 ár segir afar erfitt fyrir heimilislausa að komast úr aðstæðunum. Úrræðin og umhverfið séu þess eðlis að alltaf sé stutt í neysluna. Gistiskýli fyrir utangarðsfólk hafa verið starfrækt í miðborginni um árabil. Í dag stendur skýlið við gatnamót Frakkastígs og Lindargötu, en áður var sambærilegt úrræði rekið við Þingholtsstræti. Davíð Ingi Þorsteinsson hefur vanið komur sínar í gistiskýli í borginni síðan 1998. „Drykkjan og neyslan, þú hefur ekkert annað að gera. Að vera edrú hérna, það hafa nokkrir reynt það, en engum tekist það almennilega held ég. Það er ekkert annað en að fara niður í bæ, í mígandi rigningu kannski, sitja inni í 10/11 og vita ekki neitt. Svo byrjar fólk í neyslu og síðan eyðir það öllum peningunum sínum í neyslu og síðan er þetta bara svona. Fólk festist á skýlinu,“ segir Davíð Ingi.Engin leið að ná langtíma framförum á götunni Þór Gíslason hefur verið forstöðumaður í gistiskýlinu síðan haustið 2017, en áður unnið með utangarðsfólki á einn eða annan hátt í áraraðir. „Þegar þú hefur ekki heimilisfesti, þegar þú hefur ekki öruggt húsnæði til að vera, þá gerir það allan annan vanda miklu flóknari. Það er engin leið að ná einhverri langtíma framför hjá einstaklingum sem eru á götunni meira og minna. Einstaklingur sem, segjum bara fer í fangelsi í einhverja mánuði eða ár, og hefur svo engan stað að fara á þegar hann kemur þaðan út. Hann er mjög fljótur að hverfa aftur niður í það sem hann var fyrir. Eins er það með meðferðir, langtímameðferðir, ef einstaklingurinn hefur engan annan stað til að fara á nema götuna eftir slíkt, þá má segja að það sé bara unnið fyrir gíg. Sú fjárfesting sem búið er að setja í varðandi meðferðir,“ segir Þór. Hann ítrekar að í dag snúist hugmyndafræðin um að koma fólki í eigið húsnæði og aðstoða það við að byggja upp líf sitt. Aftur á móti mætti gera miklu betur og þörf sé á hugarfarsbreytingu í samfélaginu öllu gagnvart útigangsfólki. Líta þurfi á það sem langveika einstaklinga, frekar en „óreglufólk“ eða „róna“, líkt og enn sé gjarnan raunin.Nánar verður rætt við Davíð Inga, Þór og fleiri sem að skýlinu koma í Íslandi í dag.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira