Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. júní 2018 11:30 Messi við komuna til Moskvu vísir/getty Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira