Laxinn mættur í Borgarárnar Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2018 10:00 Tekist á við lax í Teljarastreng. Mynd: SVFR Þrjár vinsælar og gjöfular laxveiðiár renna í borgarlandi Reykjavíkur og þrátt fyrir að þær opni ekki alveg strax er lax mættur í þær allar. Árni Baldursson hjá Lax-Á sá laxa í Leirvogsá fyrir nokkrum dögum og í gær sáust laxar undir brúnni. Veiði hefst ekki í Leirvogsá fyrr en 24. júní og það veit vonandi á góða opnun að sjá lax svona snemma en þessir laxar sem hafa sést voru allir greinilega tveggja ára laxar. Í Elliðaánum hafa fyrstu laxarnir verið að sýna sig á Breiðunni og í Sjávarfossi. Það eru ekki margir sem hafa sést en þeim á eftir að fjölga hratt næstu daga í vaxandi straum. Elliðaárnar opna 20. með viðhöfn eins og venjulega. Korpa/Úlfarsá er síðan áin sem allt of fáir kynnast en hún er lítil, nett og viðkvæm en í hana gengur töluvert af laxi og veiðin á hverju ári um 100-200 laxar á tvær stangir. Laxar sáust í gærmorgun í Berghyl og í ósnum. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum í þessum ám en stórstraumur í júní verður 15. þessa mánaðar og þá koma gjarnan fyrstu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það gæti þýtt flottar opnanir. Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði
Þrjár vinsælar og gjöfular laxveiðiár renna í borgarlandi Reykjavíkur og þrátt fyrir að þær opni ekki alveg strax er lax mættur í þær allar. Árni Baldursson hjá Lax-Á sá laxa í Leirvogsá fyrir nokkrum dögum og í gær sáust laxar undir brúnni. Veiði hefst ekki í Leirvogsá fyrr en 24. júní og það veit vonandi á góða opnun að sjá lax svona snemma en þessir laxar sem hafa sést voru allir greinilega tveggja ára laxar. Í Elliðaánum hafa fyrstu laxarnir verið að sýna sig á Breiðunni og í Sjávarfossi. Það eru ekki margir sem hafa sést en þeim á eftir að fjölga hratt næstu daga í vaxandi straum. Elliðaárnar opna 20. með viðhöfn eins og venjulega. Korpa/Úlfarsá er síðan áin sem allt of fáir kynnast en hún er lítil, nett og viðkvæm en í hana gengur töluvert af laxi og veiðin á hverju ári um 100-200 laxar á tvær stangir. Laxar sáust í gærmorgun í Berghyl og í ósnum. Það verður spennandi að fylgjast með opnunum í þessum ám en stórstraumur í júní verður 15. þessa mánaðar og þá koma gjarnan fyrstu stóru göngurnar í árnar á vesturlandi og það gæti þýtt flottar opnanir.
Mest lesið Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Laxinn mættur í Norðurá og Þverá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Lifnar aðeins yfir Soginu Veiði Haukadalsá komin yfir 700 laxa Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði