Reglulegt bransatal við flugmennina í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 07:30 Rúrik Gíslason kíkti framm í til Guðmundar Gíslasonar flugstjóra og kollega hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Rússlands eftir samanlagt tíu klukkustunda ferðalag frá Hótel Hilton á Suðurlandsbraut á Hótel Nadezhda í Kabardinka. Liðið lagði af stað frá Hilton upp úr klukkan níu að íslenskum tíma og voru komnir á leiðarenda um klukkan 22 að staðartíma, klukkan sjö að íslenskum tíma. Babb kom í bátinn þegar í ljós kom að taska landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar hafði farið í ranga rútu. Úr varð hálftíma seinkun á flugi en leikmenn komu við í Saga Lounge í Keflavík í stundarfjórðung eða svo áður en haldið var út í vél. Sungið var fyrir landsliðsmennina og þeim sýnt myndband með kveðjum ættingja og vina.Kveðjukoss fyrir brottför. Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn.Vísir/VilhelmFlugið tók um sex klukkustundir og snæddu menn lax, nautalund, piri piri kjúkling og súkkulaðifrauð. Margir lögðu aftur augun en sumir nýttu tækifærið og kíktu í heimsókn í flugstjórnarklefann. Þar réð Guðmundur Gíslason flugstjóri ríkjum og spjallaði við gestkomandi. Nokkrir fjölmiðlar voru mættir á flugvöll landsliðsins þegar leikmenn snertu rússneska jörð áður en haldið var upp í sérmerkta rútu. Þaðan var ekið að hóteli íslenska liðsins þar sem bæjarstjórinn í Gelendzhik sagði nokkur vel valinn orð og bauð hópinn velkominn.Framundan í dag er opin æfing á æfingavelli strákanna klukkan 11:30 að staðartíma, eða klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Þar mun bæjarbúum gefast kostur að bera strákana augum auk þess sem fjölmiðlar héðan og þaðan munu ræða við strákana í íslenska liðinu.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.KR-ingarnir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson í fínasta pússinu í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmSíðasti kaffibollinn á Íslandi fyrir brottför.Vísir/VilhelmÞessar voru heldur betur í stuði þegar strákarnir voru kvaddir í Keflavík.Vísir/VilhelmÞessar mættu um borð við lendingu í Gelendzhik og tóku vegabréf Íslendinganna.Vísir/VilhelmAron Einar lansliðsfyrirliði fór fyrstur leikmanna frá borði.Vísir/VilhelmHópurinn kominn á rússneska grundu. Í bakgrunni má sjá rútu íslenska liðsins, skreytta í fánalitunum og merkta Íslandi.Vísir/Vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Fleiri fréttir 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Sjá meira