Helgi Björns orðinn þreyttur á rigningunni: „Allt er gott í hófi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 29. júní 2018 20:30 Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Það stefnir í að aldarmet verði senn slegið í sólarleysi í Reykjavík og ekkert útlit fyrir betra veður að mati veðurfræðings. Hitinn hefur hæst náð þrettán gráðum í júní og meira að segja Helgi Björns er orðinn þreyttur á rigningunni. „Mér skilst að við séum að slá einhvers konar aldarmet í sólarleysi í Reykjavík, þannig að það svosem á alveg rétt á sér, þessi umkvörtun um að það hafi lítið sést til sólar og það er ekki að sjá að það sé að breytast neitt á næstunni, ekki hér suðvestantil,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Sól og hiti í nágrannalöndum Ferðir til útlanda seljast nú sem aldrei fyrr, en veður hefur verið með besta móti víða í nágrannalöndum, hitinn hefur kitlað 30 gráður í Osló og varla sést ský á lofti í Kaupmannahöfn og Dublin, svo dæmi séu tekin. „Þetta eru mjög víðáttumiklar og sterkar hæðir bæði yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu og þær beina bara þessum lægðum yfir til okkar, því einhvers staðar verður veðrið að vera,“ segir Elín Björk.Helga finnst rigningin enn góð Aðeins hefur sést til sólar í örfáar klukkustundir í Reykjavík í júní, mikið rignt og hiti hæst náð um þrettán stigum. Í Facebook færslu bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á að meira að segja hafi verið hlýrra kuldasumarið fræga 1983. Svo mikil hefur úrkoman og kuldatíðin verið að meira að segja Helga Björns er nóg um.Helgi, finnst þér rigningin ennþá góð?„Já, mér finnst rigningin góð. En, eins og allir góðir hlutir, þá verða þeir að vera í hófi,“ segir Helgi. Því fer þó fjarri að landsmenn allir sitji inni í kulda og úrkomu. Þannig hefur hæst mælst 24 stiga hiti á Egilsstöðum í júní og á Akureyri hafa mælst um 20 gráður. „Það komu held ég ellefu dagar í maí þar sem hitinn var yfir 20 gráðum á austanverðu landinu, og svo hefur verið 18 upp í 22-23 stiga hiti finnst mér meira og minna allan júní líka á þessu svæði,“ segir Elín Björk.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira