Réttindi launafólks til séreignarsparnaðar aukast verulega Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 18:30 Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað. Lífeyrissparnaður launafólks er í dag þrenns konar. Í fyrsta lagi hinn hefðbundni lífeyrissparnaður sem tryggir fólki lífeyrisgreiðslur eftir 67 ára aldur, í öðru lagi séreignarlífeyrissparnaður sem er valkvæmur og fólk fær tveggja prósenta mótframlag frá atvinnurekendum við tveggja til fjögurra prósenta framlag launamannsins og í þriðja lagi ný leið sem kölluð hefur verið sértækur séreignarsparnaður. Um þessa leið var samið í kjarasamningum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í byrjun árs 2016. Ákveðið var að hækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í þremur skrefum til ársins 2018 um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Skoðum fyrst lífeyrisgreiðslur eins og þær voru árið 2015 áður en þessi nýi sértæki sparnaður kom til sögunnar. Þá greiddi launafólk 4 prósent af launum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekandinn greiddi átta prósent í mótframlag. Heildargreiðsla í lífeyrissjóð samsvaraði því 12 prósentum af launum. Fyrsta skref hins sértæka lífeyrissparnaðar var tekið í júlí 2016 þegar mótframlag vinnuveitandans hækkaði í 8,5 prósent og heildargreiðslan í lífeyrissjóð launamannsins fór í 12,5 prósent. Í júlí í fyrra hækkaði mórframlagið síðan um 1,5 prósentustig og hinn fyrsta júlí næst komandi hækkar mótframlagið um einnig um 1,5 prósentustig. Þar með hefur mótframlagið hækkað um 3,5 prósentustig, sem launafólk getur ráðstafað að vild í séreignarsparnað. Þessi sparnaður er séreign sem hægt er að leysa út fimm árum fyrir eftirlaunaaldur. Það er hins vegar mikilvægt að launafólk tilkynni vinnuveitanda sínum hvernig það vill ráðstafa þessum 3,5 prósentu af launum sínum, því ef fólk hefur ekki frumkvæði að því rennur þessi viðbót í langtíma lífeyrissparnað fólks . Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Lífeyrisréttindi launafólks á almennum vinnumarkaði í séreignarsparnaði aukast um 1,5 prósentustig nú um mánaðamótin. Eftir það getur launafólk ráðstafað 3,5 prósentustigum launa sinna í svo kallaða tiltekna séreign sem er til viðbótar við hefðbundinn séreignarsparnað. Lífeyrissparnaður launafólks er í dag þrenns konar. Í fyrsta lagi hinn hefðbundni lífeyrissparnaður sem tryggir fólki lífeyrisgreiðslur eftir 67 ára aldur, í öðru lagi séreignarlífeyrissparnaður sem er valkvæmur og fólk fær tveggja prósenta mótframlag frá atvinnurekendum við tveggja til fjögurra prósenta framlag launamannsins og í þriðja lagi ný leið sem kölluð hefur verið sértækur séreignarsparnaður. Um þessa leið var samið í kjarasamningum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í byrjun árs 2016. Ákveðið var að hækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í þremur skrefum til ársins 2018 um 3,5 prósentustig þannig að heildargreiðsla vegna launafólks á almenna markaðnum yrði sú sama og hjá hinu opinbera.Skoðum fyrst lífeyrisgreiðslur eins og þær voru árið 2015 áður en þessi nýi sértæki sparnaður kom til sögunnar. Þá greiddi launafólk 4 prósent af launum sínum í lífeyrissjóð og atvinnurekandinn greiddi átta prósent í mótframlag. Heildargreiðsla í lífeyrissjóð samsvaraði því 12 prósentum af launum. Fyrsta skref hins sértæka lífeyrissparnaðar var tekið í júlí 2016 þegar mótframlag vinnuveitandans hækkaði í 8,5 prósent og heildargreiðslan í lífeyrissjóð launamannsins fór í 12,5 prósent. Í júlí í fyrra hækkaði mórframlagið síðan um 1,5 prósentustig og hinn fyrsta júlí næst komandi hækkar mótframlagið um einnig um 1,5 prósentustig. Þar með hefur mótframlagið hækkað um 3,5 prósentustig, sem launafólk getur ráðstafað að vild í séreignarsparnað. Þessi sparnaður er séreign sem hægt er að leysa út fimm árum fyrir eftirlaunaaldur. Það er hins vegar mikilvægt að launafólk tilkynni vinnuveitanda sínum hvernig það vill ráðstafa þessum 3,5 prósentu af launum sínum, því ef fólk hefur ekki frumkvæði að því rennur þessi viðbót í langtíma lífeyrissparnað fólks .
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira