Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 14:30 Danny Dyer er helst þekktur fyrir leik í sápuóperunni EastEnders. Vísir/Getty Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu. Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu.
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47