Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni.
Þessi leikur byrjaðu heldur betur af miklum krafti en það var ekki liðin mínúta þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Þá tók Knudsen langt innkast inná teig Króata og við það skapaðist mikill usli sem endaði með því að Mathias Jörgensen fékk boltann og skoraði, stöngin inn.
Króatar voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu marki því aðeins tveimur mínútum seinna voru þeir búnir að jafna. Þá barst boltinn inná teig Dana frá hægri kanntinum og ætlaði varnarmaður Dana að hreinsa en skaut óvart í liðsfélaga sinn og fór boltinn beint á Mandzukic sem var einn og óvaldaður og þakkaði pent fyrir sig og skoraði.
Eftir þessi mörk róaðist leikurinn heldur betur niður og var lítið um færi út fyrir hálfleikinn.
Í seinni hálfleiknum skiptust liðin á að sækja en hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér almennilegt marktækifæri og því þurfti að grípa til framlengingar.
Í framlengingunni var það sama uppi á teningnum því hvorugu liðinu tókst að skapa sér almennilega færi. Jörgensen fékk álitlegt færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki að gera sér mat úr því.
Það lifnaði þó yfir leiknum undir lok framlengingarinnar þegar Modric átti frábæra stungusendingu inná Rebic sem var sloppinn einn á móti Schmeichel í markinu, fór framhjá honum en þá felldi Mathias Zanka hann í teignum og dæmd var vítaspyrna.
Luka Modric steig á punktinn en lét Schmeichel verja frá sér að þessu sinni og því fór leikurinn í vítaspyrnukeppni.
Bæði lið klikkuðu á sínum fyrstu spyrnum og var það stjórstjarna Dana, Christian Eriksen, sem klikkaði. Simon Kjær skoraði fyrsta mark Dana í vítaspyrnukeppninni af miklu öryggi en eftir það fór Subasic í mikið stuð í marki Króata.
Subasic varði frá Jörgensen og Lasse sem þýddi að Ivan Rakitic gat tryggt Króötum farseðilinn í 8-liða úrslitin. Hann skoraði af öryggi og því verða það Króatar sem mæta Rússum í 8-liða úrslitum.
Haukar
Galychanka Lviv