Innlent

Allt að 23 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það er greinilegt að heitast verður á norðausturhorni landsins í dag, ef marka má hitakort Veðurstofunnar.
Það er greinilegt að heitast verður á norðausturhorni landsins í dag, ef marka má hitakort Veðurstofunnar. Skjáskot/Veðurstofa Íslands
Spáð er fremur hægri suðlægri átt á landinu í dag en eins og áður verður þurrt og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Þó má búast við stöku síðdegisskúrum inn til landsins þar og allt að 23 stiga hita.

Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna.

Þá er áfram gert ráð fyrir suðlægri átt á morgun, 5-10 m/s og rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum. Á morgun verður jafnframt heldur svalara en í dag, hiti 9 til 17 stig, hlýjast austanlands.

Þegar líður á morgundaginn dregur úr vætu og birtir til annað kvöld. Víða verður bjartviðri á landinu fyrir hádegi á sunnudag en þykknar síðan upp um landið vestanvert með vaxandi sunnanátt og fer að rigna síðdegis, fyrst allra vestast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×